Ég tók engar væntingar með mér inn
í árið 2013, ekki eina einustu. Árið þar á undan hafði verið það versta sem ég
hafði upplifað og ég var einstaklega fegin að fá að kveðja það. Árið 2012 var
fótunum kippt undan mér og allt í einu var lífið ekki lengur eins og ég átti að
þekkja það. Í kjölfarið tóku við mjög erfiðir og ruglandi tímar og enn þann dag
í dag er ég að vinna í þessum málum. Árið 2013 byrjaði því ekki vel og mest
allur minn tími fór í það að reyna að vinna úr mínum málum og líða vel.
Í kjölfar þessara erfiðleika tók ég þó bestu ákvörðun sem ég hef tekið. Á
síðasta umsóknardegi sótti ég um nám við Háskóla Íslands, pakkaði lífinu niður
og flutti suður. Mér fannst ég ekki tilbúin í háskólanám, ég hafði einungis hitt
meðleigjanda minn einu sinni áður en ég flutti og ég var skíthrædd við að keyra
á götum borgarinnar. Ég hafði allt mitt líf ætlað að fara frá Austurlandi en
steig skrefið aldrei til fulls fyrren árið 2013. Í dag er ég búin með mína
fyrstu önn í háskóla, meðleigjandi minn er ein besta manneskja sem ég þekki og
ég rata hvert sem ég vil fara í Reykjavíkurborg.
Ég er árinu sem er að líða þakklát fyrir að hafa snúist mér í hag. Líf mitt er
betra en það var fyrir ári síðan, ekki fullkomið, en talsvert betra og það er
þess vegna sem ég kveð árið með ákveðnum trega.
Ég hef ákveðið að strengja engin áramótaheit fyrir nýja árið eða binda við það
einhverjar vonir, ég veit það fyrir víst að héðan liggur leiðin bara upp á við.
ÞETTA lag segir í raun allt sem segja þarf um tilfinningar mínar gagnvart áramótunum, ég mæli með að þið hlustið.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vona svo innilega að ykkur líði öllum vel á nýju ári. xx
Gott að hafa þig hér í nágrenni við okkur.
ReplyDeletePabbi
Fràbært ad tetta àr er bùid ad vera tèr gott! Hlakka endalaust til ad eyda meiri tìme med tèr à nýju àri! Tù ert fràbær!:)
ReplyDeleteaw þú ert nú meiri krúttabínan!
ReplyDelete