Fyrir nokkru síðan ákvað ég að fara í enn eina naglalakksafvötnunina. Mér fannst ég þvílíka hetjan þegar ég labbaði framhjá naglalökkum á 20% afslætti án þess að kaupa svo mikið sem eitt. Ég gekk meira að segja svo langt að gefa systrum mínum heil 10 stykki af naglalökkum úr einkasafni mínu. Mikið sem ég var stolt af sjálfri mér.
Svo kom Brazil by OPI í verslanir. Ég vissi að ég hreinlega yrði að eignast Liquid Sand lökkin og það ekki seinna en núna. Ég greip því tækifærið þegar við mamma vorum staddar í Smáralind um daginn. Síminn hennar hringdi og ég áttaði mig strax á því að símtalið myndi taka góðan tíma. Ég sá mér því leik á borði og hentist á ljóshraða inn í Lyfju og greip með mér kassann góða. Þetta hafðist næstum því. Mamma greip mig glóðvolga þar sem ég stóð í röðinni við kassann og var að rétta út kortið.
En út gekk ég með lökkin þó ég hefði kosið að komast upp með þetta óséð.
Ekki gat ég svo sleppt því að kaupa hinn mini pakkann frá OPI. Þetta er sett. Það er nánast bara skylda að eiga þau öll.
Ég sé svo sannarlega ekki eftir kaupunum enda eru lökkin hver öðru fallegri. Bjartir litil og pastel tónar virðast ætla að tröllríða öllu í naglatísku sumarsins og það er ég mjög ánægð með. OPI hitti svo sannarlega í mark með sumarlínu sinni í ár og ég er nokkuð viss um að ég verði að fjárfesta í stærri týpurnar af mínum uppáhaldslökkum svo ég verði ekki orðin uppiskroppa þegar sumarið lætur loksins sjá sig.
Af þeim 8 lökkum sem ég á eru þessi 3 í mestu eftirlæti: Kiss Me I´m Brazilian - Where Did Suzi´s Man-go - You´re So Flippy Floppy.
Fullkomnir sumarlitir.
Önnur snyrtivörumerki virðast vera á sömu hillu og ég býð spennt eftir því að geta fjárfest í fleiri fallegum sumarlitum.
Hvað kostar pakkinn í Lyfju? :$
ReplyDelete