Pages

Showing posts with label Beauty. Show all posts
Showing posts with label Beauty. Show all posts

Tuesday, April 29, 2014

Snyrtiveskið mitt

Stærstan hluta ævi minnar hef ég búið á Reyðarfirði. Fyrir þá sem ekki vita þá er það lítill bær fyrir austan. Þegar ég segi fyrir austan á ég að sjálfsögðu við Austurlandið, ekki Selfoss og nágrenni.
Á austurlandi var ekki mikið snyrtivöruframboð og lengi vel samanstóð því snyrtivörusafn mitt af þeim vörum sem fengust hverju sinni í Lyfju á Reyðarfirði. 
Fyrst um sinn notaði ég einungis vörur frá MaxFactor. Þær hurfu svo um leið og þær vörur voru látnar víkja fyrir Gosh. 
Ég hafði fáar aðrar vörutegundir prófað en þessar tvær svo mig skorti ekki neitt. Ég hélt að eitt merki væri mér heldur betur nóg.

Þar til fyrir hálfu ári síðan innihélt snyrtiveskið mitt að mestu ennþá einungis vörur úr apótekinu. Ekki það að það sé eitthvað slæmt, alls ekki.
Ég var þó orðin töluvert þreytt á því að vera alltaf með sama gamla dótið og ákvað því að prufa eitthvað neitt. Af stað hélt ég því í jómfrúarferð mína í MAC.
Ég hafði sannarlega oft labbað framhjá MAC búðinni en aldrei þorað þar inn. Manneskja sem veit ekki hvað skal gera við highlighter getur nú varla átt erindi þangað. Ég sprangaði því um og reyndi að láta lítið fyrir mér fara í fyrstu og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um aðstoð, enda vissi ég varla að hverju ég var að leita.
Ég var í þann mund að fara að labba út tómhent þegar ein afgreiðslustúlkan vatt sér upp að mér og áður en ég vissi af var ég komin í förðun.
Ég náði því í þeirri ferð að næla mér í nokkrar vörur sem ég gæti í dag ekki hugsað mér að vera án.
Mér finnst lang skemmtilegast að blanda saman allskyns vörum og fá þannig skemmtilegri útkomur en ef aðeins er notuð ein tegund.


Í snyrtiveskinu mínu kennir því nú ýmissa grasa. Hér má sjá það helsta.

Maybelline Brow Drama
MAC Lingering Eye Brows
Maybelline Dream Fresh BB
Loréal Lumi Primer
Þessi primer gefur húðinni mjög fallega áferð en hann hentar síður þeim sem eru með feita húð.
Ég er með feitt T-svæði og finnst hann ýta undir það.
NYX Eye Shadow Base
Make Up Store Glitter Eyeliner
Maybelline Eyestudio
Þessi augnskuggapalletta finnst mér vera algjört möst í snyrtiveskið. Hún er frískleg og litirnir í henni eru ekki of dökkir. Þessa nota ég mikið þegar mig vantar eitthvað smá extra en vil ekki vera of fín.
Loréal Lumi Highlighter Pen
MAC Face and Body Foundation 
Þessi farði finnst mér vera einn sá besti sem völ er á. Hann er mjög léttur og felur til dæmis ekki freknurnar sem mér finnst mjög stór kostur.
Smashbox Photo Finish Primer
Body Shop Bronzing Powder
Gosh Catchy Eyes
MAC Powder Blush
Loréal Super Liner
Þessi eyeliner er frábær til þess að gera þunnar og fallegar línur.
Make Up Store Cover All Mix
Ég er enn að reyna að gera það upp við sjálfa mér hvort þessi vara sé eitthvað fyrir mig. Ég sé ekki þetta frábæra við hana sem allir virðast vera að tala um en ætla að gefa henni aðeins lengri séns.
MAC Mineralize Skinfinish Natural


Mér finnst mjög gaman að dunda mér við allskyns förðun þegar ég hef góðan tíma í það. Að mála sig þegar ég er ný stigin uppúr rúminu er því ekkert fyrir mig. Ég er því einstaklega heppin að vera í vinnu þar sem það er mér nánast til meiri trafala að mæta máluð en ekki.
Ég á það þó til á frídögum að skella á mig andlitinu, allavega svona annað slagið. Hér fáið þið því smá sýnishorn af förðun með mínum uppáhalds snyrtivörum.


Vörur: Mac Face and Body Foundation// MAC Mineralize Skinfinish Natural// Body Shop Bronzing Powder// MAC Powder Blush// Maybelline Eyestudio// Loréal Super Liner// Gosh Catchy Eyes// Maybelline Brow Drama

Á vörunum er ég svo vanalega bara með Blistex varasalva. Ég hef reynt án árangurs í mörg ár að nota hverskyns varaliti en efri vörin á það alltaf til að hverfa þegar ég tek upp á því. Það eru því aðeins tveir kostir í stöðunni; Hætta með öllu að nota varaliti eða fá sér botox. Ég hef ekki enn gert upp hug minn.



Thursday, April 10, 2014

NaglaLÖKK til sölu


Don´t Violet Me Down by Opi// Metallic White by Kleancolor// Superpower Blue by Maybelline// Top Coat Confetti by Loréal// Gasoline by Gosh// Silent Stars Go By by Opi// Salsa by Kleancolor

Já kæru lesendur, nú hef ég endanlega gengið af göflunum. 
Vegna plássleysis hef ég ákveðið að selja nokkur af naglalökkunum mínum á skít og kanil ef áhugi er fyrir hendi. Flest þessara lakka hafa einungis verið brúkuð einu sinni og eiga því vel skilið að eignast nýtt heimili. 
Engar áhyggjur þó, ég nældi mér í tvö ný naglalökk í dag svo ég er nú ekki að verða uppiskroppa. 
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga, þessar elskur fara allar á sanngjörnu verði.

Thursday, March 6, 2014

Vor&sumar neglur 2014


Fyrir nokkru síðan ákvað ég að fara í enn eina naglalakksafvötnunina. Mér fannst ég þvílíka hetjan þegar ég labbaði framhjá naglalökkum á 20% afslætti án þess að kaupa svo mikið sem eitt. Ég gekk meira að segja svo langt að gefa systrum mínum heil 10 stykki af naglalökkum úr einkasafni mínu. Mikið sem ég var stolt af sjálfri mér.
Svo kom Brazil by OPI í verslanir. Ég vissi að ég hreinlega yrði að eignast Liquid Sand lökkin og það  ekki seinna en núna. Ég greip því tækifærið þegar við mamma vorum staddar í Smáralind um daginn. Síminn hennar hringdi og ég áttaði mig strax á því að símtalið myndi taka góðan tíma. Ég sá mér því leik á borði og hentist á ljóshraða inn í Lyfju og greip með mér kassann góða. Þetta hafðist næstum því. Mamma greip mig glóðvolga þar sem ég stóð í röðinni við kassann og var að rétta út kortið. 
En út gekk ég með lökkin þó ég hefði kosið að komast upp með þetta óséð.
Ekki gat ég svo sleppt því að kaupa hinn mini pakkann frá OPI. Þetta er sett. Það er nánast bara skylda að eiga þau öll. 


Ég sé svo sannarlega ekki eftir kaupunum enda eru lökkin hver öðru fallegri. Bjartir litil og pastel tónar virðast ætla að tröllríða öllu í naglatísku sumarsins og það er ég mjög ánægð með. OPI hitti svo sannarlega í mark með sumarlínu sinni í ár og ég er nokkuð viss um að ég verði að fjárfesta í stærri týpurnar af mínum uppáhaldslökkum svo ég verði ekki orðin uppiskroppa þegar sumarið lætur loksins sjá sig. 
Af þeim 8 lökkum sem ég á eru þessi 3 í mestu eftirlæti: Kiss Me I´m Brazilian - Where Did Suzi´s Man-go - You´re So Flippy Floppy.
Fullkomnir sumarlitir.




Önnur snyrtivörumerki virðast vera á sömu hillu og ég býð spennt eftir því að geta fjárfest í fleiri fallegum sumarlitum. 



Saturday, February 15, 2014

Nýjung í snyrtiveskinu


Í gær eignaðist ég nýjan eyeliner sem ég var lengi búin að dást að úr fjarlægð. Ég þoldi svo ekki við lengur í gærmorgun og gerði mér sérferð í Smáralind til þess að festa kaup á þessari nauðsyn. Eyelinerinn er til í nokkrum litum fallegum litum, minn ber nafnið Choco Lux.


Ég er bæði búin að prufa eyelinerinn einan og sér og með svörtum, blautum eyeliner eins og sést hér á myndinni. Liturinn finnst mér alveg fullkominn og hann hentar mér og mínum augum mjög vel. Hann verður sko klárlega mikið notaður.


Meðleigjandinn kom að mér þar sem ég var niðursokkin í sjálfsmyndatöku inni í stofu. Það var bæði vandræðalegt og nauðsynlegt augnablik í okkar sambúð. Mér finnst ég loksins geta verið ég sjálf. 
Það er nú bara ekki annað hægt en að smella einni, eða tuttugu myndum, af sér þegar maður prufar nýja snyrtivöru.







Sunday, February 2, 2014

Af naglalakksblæti


Fyrir nokkrum dögum gerðist ég svo djörf að leggjast í talningu á naglalakkssafninu mínu sem hefur stækkað óðum undanfarið. Óhætt er að segja að talan kom mér á óvart og um stundarkorn skammaðist ég mín fyrir blæti mitt og hversu mikið ég hefði látið undan því. Svo hvarflaði hugur minn af því hvað ég væri heppinn. Það er nú ekki á allra færi að eiga lit fyrir hvern dag ársins. Nei okei, ég á nú ekki alveg svo mörg. 


Ég ákvað þó að fara í bindindi. Mér skyldi takast að kaupa ekki eitt einasta naglalakk þar til í maímánuði. Í dag varð þetta á vegi mínum. Ég þarf sennilega ekki að stafa ofaní ykkur hvernig sú saga endaði.


Það leynast þó ekki aðeins fögur naglalökk í mínum fórum og hef ég all nokkrum sinnum gert mistök í naglalakkskaupum. Þetta ágæta lakk fékk ég í Make Up Store um daginn og heillaðist ég af glansáferðinni í því. Þegar það var komið á neglurnar minnti það þó helst á ákveðna líkamsvessa. Já sæðislitað naglalakk með glansáferð er það. Einstaklega smart. 


Þessa naglalímmiða splæsti ég í á Ebay og hugsaði mér heldur betur gott til glóðarinnar. Miðarnir haldast þó í besta lagi á í klukkustund svo ekki hafa verið mikil not fyrir þá því miður. Það er þó hægt að nýta þá í skemmtilegt naglaföndur. Endilega hafið samband ef þið viljið frá fría rúllu, ég hef lítil að gera við þetta allt saman.



Límmiðarnir eru settir á milli naglalakksumferða til þess að búa til fallegt mynstur. Skemmtileg tilbreyting frá þessu sama gamla. 









Thursday, January 23, 2014

Þurrt naglalakk á nokkrum sekúndum?

Ég er ein af þeim sem er óskaplega óþolinmóð og er oftar en ekki með nuddað naglalakk á mér vegna þess að ég bara einfaldlega nenni ekki að bíða eftir því að það þorni almennilega. Fyrir nokkru síðan uppgötvaði ég þó það snilldar ráð að spreyja góðum slurki af cooking sprey-i á neglurnar til þess að þurrka lakkið fyrr.
Mömmu gömlu féllust þó hendur þegar hún las færsluna góðu um cooking sprey-ið og fannst ekki ásættanlegt að eiga dóttur sem notaðist við slík ráð. Hún var því svo góð að gefa mér sérstakt sprey sem flýtir fyrir þornun naglalakks. Ekki vissi ég einu sinni að það væri til.


Spreyið góða er frá snyrtivörumerkinu FM og er það selt hjá sjálfstæðum aðilum. 

Nokkrar staðreyndir um spreyið:

1. Flýtir fyrir þornun naglalakks
2. Verndar lakkið gegn skrámum og rispum
3. Gefur fallegan gljáa og dregur fram litinn á lakkinu
4. Þurrkar ekki naglaböndin
5. Gufar fljótt upp og klístrar ekki


Hér er ég svo búin að spreyja góðum slurk á nöglina. Eins og glöggir sjá er ekki eins mikil olía í þessu og cooking spreyi og því ekki nauðsynlegt að þvo hendurnar strax á eftir. Ég spreyja oftast bara einu sinni á hverja nögl sem er alveg meira en nóg. 
Ég hef notað þetta sprey í um 2 mánuði núna með hrikalega góðum árangri og mæli því hiklaust með þessu fyrir allar óþolinmóðu vinkonur mínar þarna úti. 
Vonandi hjálpar þetta einhverjum!

HÉR er hægt að kaupa spreyið og kostar það litlar 1790 kr. 




Wednesday, January 15, 2014

Gwen Stefani for OPI


Fyrir þær sem ekki vita þá er Gwen Stefani búin að hanna naglalakkslínu í samstarfi við OPI. Minn innri naglalakksfíkill hoppaði að sjálfsögðu hæð sína af kæti og löngunin í lökkin var svo mikið að ekkert annað komst að í huga undirritaðrar, hvorki í svefni né í vöku. Þið getið því ýmindað ykkur svekkelsið þegar ég mætti manna fyrst í Hagkaup á mánudagsmorgun og engin naglalökk komin enn. 
Ég var við það að gefast upp en mér til mikillar gleði sá ég í morgun að þau voru loksins komin! Já fýluferðarnar þrjár sem ég var búin að gera mér dagana á undan hurfu úr minninu á núll einni.


Ég var sko löngu búin að ákveða hvaða naglalökk yrðu fyrir valinu og ég var því ekki lengi að borga, hlaupa út í bíl og beint heim að naglalakka mig. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda fólks á bílastæði Smáralindarinnar hefði ég sennilega bara smellt því á mig í bílnum, en ég náði þó að hemja mig í það skiptið.


Taugaveiklunin var slík að mér tókst ekki aðeins að naglalakka neglurnar heldur alla puttana líka. Æsingurinn hefur svo náð hámarki þegar myndatakan átti sér stað enda var ekki eina óhreyfða mynd að finna að henni lokinni. Svo hér fáið þið auka mynd af google. 
Gulllitaða lakkið sveik mig sko ekki. Það er með satínáferð sem er einstaklega falleg og lakkið fær stóran plús í kladdan fyrir að vera einstaklega fljótt að þorna. 


Silfurlakkið var sko alls ekki síðra, eiginlega bara flottara ef eitthvað er. Það er alveg metallitað og það nánast liggur við að maður geti speglað sig í því. Ég mun án efa nota það mjög mikið enda tilvalið til þess að poppa upp á svart dress. Þessi mynd gefur lakkinu hinsvegar ekki heldur mjög góð skil (ég þarf augljóslega að fara á ljósmyndunarnámskeið) svo google kom mér aftur til bjargar.


Nú erum við sko að tala saman. OPI hefur ekki svikið mig hingað til og ætlar sér greinilega ekki að gera það. Ég er yfir mig hrifin af Gwen Stefani línunni og þykir líklegt að ég endi með því að kaupa mér svarta lakkið úr línunni, en það er líkt og þetta gulllitaða með satínáferð. 
Lökkin fást í Hagkaupum og Lyfju og seljast án efa mjög fljótt upp svo ef þið ætlið að næla ykkur í eintak þá er ekkert vit í því að slóra við það.





Monday, January 13, 2014

Auðveld naglatrix





Ég mæli með þessu ágæta myndbandi fyrir fellow naglalakksheftar stúlkur heimsins. Ég hef prufað ófá trix sem reyndust vera idiotproof en urðu svo að hryllingi eftir að ég reyndi að framkvæma þau með mína 10 þumalputta. 
Þetta myndband fann ég að sjálfsögðu á uppáhaldssíðunni minni, Buzzfeed , en það er hægt að finna ýmsan skemmtilegan fróðleik. Vonandi hjálpar þetta myndband einhverjum í að fikra sig skrefinu lengra í naglalakks listinni.

Tuesday, January 7, 2014

Þrennan: Uppáhalds snyrtivörur


Þriðjudagsþrennan snýr að þessu sinni að snyrtivörum. Ég á það til að kaupa mér ógrynni af snyrtivörum sem ég nota svo ekki nema 1-2 sinnum. Hér fáið þið því að sjá 3 af þeim snyrtivörum sem sluppu í gegnum síuna hjá mér og eru brúkaðar dags daglega. Allavega þá daga sem ég nenni að setja upp andlitið. 



Brow Drama - Maybelline

Þetta augabrúnagel hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og svo slæmt var ástandið að varan seldist upp hjá byrgja fyrir jól og því urðu flestar konur landsins að halda sig á innandyra á milli jóla og nýárs svo ekki sæist til þeirra með aðeins hálft andlit. 
Við systur vorum þó svo heppnar að ná að næla okkur í sitthvort eintakið og höfum því ekki haft undan  við að láta sjá okkur meðal almennings undanfarið, enda er maður víst fær í flestan sjó sé maður vopnaður þessari snyrtivöru.
Gelið nota ég helst dagsdaglega því það er einkar náttúrulegt og fínt og hæfir því dagsljósi vel.
Brow Drama fæst meðal annars í Hagkaup og Lyfju.



Photo Finish Primer - Smashbox 

Já þessi vara er sko ekki síðri. Hér er um að ræða farðagrunn sem settur er á andlitið áður en farði er borin á það. Primerinn verndar ekki bara húðina heldur gefur hann líka einstaklega fallega áferð.
Áferðin er svo ómótstæðileg að menn hafa gengið svo langt að spyrja mig á götum úti hvort ég sé photoshoppuð. Nei sú er þó aldeilis ekki raunin, ég á bara svona helvíti góðan primer. 
Smashbox vörurnar góðu fást í Hagkaup.


At Night - Naomi Campbell

Síðast en ekki síst er það svo lífsvöki hverrar konu. Hægt er að eyða heilli lífstíð í leit að rétta ilmvatninu en ég er svo einstaklega heppin að vera búin að finna mitt. Lyktinni get ég eiginlega ekki lýst með orðum, hún er bara hreint ómótstæðileg. Ég mæli með því að allir hendist útí næstu snyrtivöruverslun og sniffið duglega. Þið munuð verða húkkt. 
Þetta ilmvatn og fleiri frá Naomi Campbell fást í Hagkaup.

Hvernig leggst Þrennan í ykkur, er þetta efni í vikulegan lið?
Endilega látið í ljós ykkar skoðun kæru vinir.



Thursday, December 5, 2013

Jákvæðni

Nú þegar bloggmenningin er að ryðja sér til rúms á ný finnst mér einstaklega áberandi hvað bloggarar eru jákvæðir. Allt er dásamlegt og allir svo yndislega elskulegir. 
Ég veit ekki með ykkur en stundum finnst mér þetta bara of mikið af hinu góða. Ég fer allavega reglulega í fýlu og pirra mig á ótrúlegustu hlutum. Stundum er allt bara svo pirrandi. Dagurinn í dag var til dæmis ekki tekin á bleiku skýi. Í fyrsta lagi þurfti ég að vakna í morgun. Fyrir hádegi. Það boðar aldrei gott. 
Hér má sjá nokkur pirrandi dæmi úr hversdagslífinu. Það er sko ekkert yndislega elskulegt við þetta...


ÞETTA
Þegar maður er búin að puða við það að skafa allann bílinn, sest inn í hann og sér að þar bíður meira frost til að skafa. Hvers á maður að gjalda.

ÞETTA
Flestar kynsystur mínar kannast sennilega við rafmagnaða hárið sem fylgir bévítans frostinu. Tímabundin lausn við þessu er að strjúka yfir hárið þegar nýbúið er að smyrja handáburði á lúkurnar. Einnig hefur hinn stjórnandi bloggsins góða reynslu af því að spreyja hreinsiúðanum Leysigeisla yfir hárið á erfiðum tímum. Ég þori þó ekki að fara með það hversu gott það er fyrir hárið.

ÞETTA

ÞETTA
Í dag var svo kalt í íbúðinni að rúðurnar voru frostlegnar að innan. Oj.

ÞETTA
Hér eru engin orð þörf.

ÞETTA

ÞETTA
Mér ætlar bara ekki að takast að lakka bara neglurnar. Það á þó víst að virka að gluða smá vaselíni meðfram nöglunum en ég nenni nú ekki að standa í því.




EKKI ÞETTA
 Ljósið í myrkri dagsins var þó óvænt Hagkaupsferð þar sem mér tókst að næla mér í 3 lökk úr jólalínu OPI. Þegar ég segi óvænt ferð þá meina ég að sjálfsögðu að þetta var löngu fyrirfram ákveðin verslunarferð. Ég ætlaði þó bara að kaupa eitt naglalakk en gat ómögulega valið á milli. 

Sunday, November 24, 2013

Naglatrix: Hvítari neglur

Þið kannist sennilega flestar við vandamálið sem ég ætla að kenna ykkur að sigrast á hér í þessari færslu. Mér finnst oft eins og naglalakkið liti neglurnar og ég næ því engan veginn af þó svo að ég noti allt heimsins acetone á þær. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta ótrúlega subbulegt og reyni því að forðast þetta ástand eins og heitan eldinn.




Að sjálfsögðu tókst mér að finna auðvelda lausn á þessu vandamáli. Ég stillti Color Show naglalakki upp á myndinni vegna þess að mér finnst sú tegund af naglalökkum lita neglurnar einstaklega mikið. 
Ég var þó bara búin að vera með naglalakkið í smástund áður en þessi myndataka fór fram svo nöglin er nú ekki mjög mikið lituð, enda allt gert í þágu bloggsins. 


Dropi af hvíttunnar tannkremi er sprautað á nöglina og því næst er hún skrúbbuð með tannbursta, notuðum eða nýjum. Ég notaði vitaskuld ekki þann sama og ég nota til þess að bursta tennurnar. Minn er því miður ekki svona flottur. 


Viti menn, þetta svínvirkar! 





Friday, November 22, 2013

Áríðandi tilkynning !



Í gengum árin hef ég leitað af hinum fullkomna maskara.... eða okei ég hef reyndar alltaf bara keypt þann ódýrasta og vonast eftir því að hann sé hinn fullkomni. En nú dömur mínar er hann fundin ! 
Hann heitir They´re Real og er frá ameríska merkinu Benefit. Ég slysaðist til að kaupa einn þegar ég var stödd í London í ágúst og dauðsé eftir því núna að hafa ekki keypt fleiri .... hann nefninlega fæst ekki á Íslandi þessi elska (ekki að mér vitandi).
 Sagan segir reyndar að hann fáist í Sagashop í flugvélum Icelandair en þá þarf maður samt  sem áður að fara úr landi til þess að nálgast hann, svo það er vesen.



Minn kláraðist í gær og í morgun neyddist ég til þess að setja á mig fyrrverandi uppáhaldið Rocket Volume frá Mabyline ... og meira ansdkotans prumpið sem hann er miðað við hinn, ég segi það og skrifa. 

Er ekki einhver sem ég þekki að fara úr landi?

- gm