Þið kannist sennilega flestar við vandamálið sem ég ætla að kenna ykkur að sigrast á hér í þessari færslu. Mér finnst oft eins og naglalakkið liti neglurnar og ég næ því engan veginn af þó svo að ég noti allt heimsins acetone á þær. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta ótrúlega subbulegt og reyni því að forðast þetta ástand eins og heitan eldinn.
Að sjálfsögðu tókst mér að finna auðvelda lausn á þessu vandamáli. Ég stillti Color Show naglalakki upp á myndinni vegna þess að mér finnst sú tegund af naglalökkum lita neglurnar einstaklega mikið.
Ég var þó bara búin að vera með naglalakkið í smástund áður en þessi myndataka fór fram svo nöglin er nú ekki mjög mikið lituð, enda allt gert í þágu bloggsins.
Dropi af hvíttunnar tannkremi er sprautað á nöglina og því næst er hún skrúbbuð með tannbursta, notuðum eða nýjum. Ég notaði vitaskuld ekki þann sama og ég nota til þess að bursta tennurnar. Minn er því miður ekki svona flottur.
Viti menn, þetta svínvirkar!
No comments:
Post a Comment