Við mæðgur skelltum okkur á Tapashúsið á föstudaginn sem var geggjað. Ég vil þó benda á það að mamma er ekki alveg svona hvíta greyið, flassið er eitthvað að stríða henni hér.
Laugardagurinn fór svo í það að skera út laufabrauð hjá afa og ömmu en amma býr alltaf til sitt eigið laufabrauð á hverju ári. Það er þó skemmst frá því að segja að fljótlega eftir þessa myndatöku rak amma greyið afa úr útskurðarstörfum, sennilega fyrir að vera ekki nógu hugmyndaríkur í mynstravali.
Mig langaði þó mest til þess að nýta þessa færslu í að segja ykkur frá uppáhalds trendinu mínu þessi misserin; scrunchies. Það vita sennilega allar stelpur sem horft hafa á Sex and the City hvað scrunchie er. Mér finnst svo ótrúlega flott að vera með fallega stóra teygju í hárinu, það poppar svo sannarlega upp á dressin svona í vetrarhretinu.
Ég er að sjálfsögðu búin að tryggja mér nokkrar og hér má sjá brot af þeim. Gulu teygjuna fékk ég í Vila fyrir svolitlu síðan en hinar tvær fást í Gallerí 17.
Næst á dagskrá er þó klárlega að búa til mínar eigin hér heima, enda auðvelt og nytsamlegt DIY. Fyrir áhugasama má HÉR skoða leiðbeiningar um hvernig skal búa þessar hárteygjur til. Ég var þó að reka augun í það að maður þarf að kunna að þræða saumavél til að framkvæma þetta verkefni. Jæja, ég held þá bara áfram að kaupa mínar.
No comments:
Post a Comment