Pages

Wednesday, November 6, 2013

DIY #2

Hér bloggaði ég um krítartöfluna sem ég bjó til fyrr í haust úr gömlum ramma sem ég fékk í Góða hirðinum. Við meðleigjendur fórum svo seinna í aðra ferð í Góða og splæstum í nokkrum kertastjökum.


Eins og þið sjáið þá voru þeir hreint ekki samstæðir og sumir hreinlega ferlega ljótir. 

Við tókum hinsvegar afganginn af krítarmálningunni og máluðum þá alla svarta. Eftir það tók geðveikin völd og við máluðum allt sem hendi komst næst, það er því nánast hægt að kríta á allt hérna heima í stofu. Á þeim tímapunkti sem Katla stakk þó upp á því að mála lampaskermana þá sagði ég stopp. Gamanið var búið.


Kertastjakarnir koma þó einstaklega vel út svona svartmálaðir og þetta er mun ódýrari lausn en að kaupa fullt af nýjum stjökum. 


Gætið ykkar þó að fara ekki hamförum í kaupunum, það gæti endað í svipuðu kertabrjálæði og prýðir nú stofuna okkar.





No comments:

Post a Comment