Ætli það sé ekki við hæfi að segja ykkur frá smá DIY sem ég gerði um daginn, enda er það oftast nær vinsælt bloggefni. Ég átti semsagt leið um Góða Hirðinn um daginn og tek þá eftir RIBBA ramma úr IKEA á skitnar 800 kr. Ég gríp hann með mér þar sem ég var ný búin að sjá sniðugt DIY þar sem slíkur rammi var notaður.
Svona lítur spánýr gripur úr IKEA út.
Þegar heim var komið tók ég allt innihald rammans úr honum og málaði "pappa"hliðina á úr honum með svartri krítarmálningu. Best er að mála eina umferð, leyfa henni að þorna í um það bil klukkutíma og skella svo í aðra umferð. Þegar spjaldið er orðið alveg þurrt er þessu skellt aftur í rammann nema bara öfugt, "pappa" hliðin er sett þar sem glerið var og glerið þar sem pappinn var.
Þessi fína krítartafla sómir sér nú vel uppá vegg hér í forstofunni og notum við hana mikið til þess að koma skilaboðum á milli, það getur líka verið sniðugt að nota þetta sem Til minnis lista eða innkaupalista. Við sambýlingarnir ákváðum þó að mála ramman utan um töfluna hvítann um daginn og það kom mun betur út, mæli með því!
No comments:
Post a Comment