Pages

Sunday, October 27, 2013

New In #2

Eins og þið sennilega flest vitið þá ákvað ég að flytja suður núna í haust. Það var sennilega ekki svo skynsamleg ákvörðun þegar litið er á þá staðreynd að ég er óneitanlega mikill kaupfíkill og tekst sjaldan að neita mér um eitthvað sem mér finnst falleg. Ég er líka einstaklega góð í því að réttlæta kaupin fyrir sjálfri mér, því auðvitað bráðvantar mig allt það sem mig langar að kaupa mér. 
Það ætti því ekki að koma á óvart að ég villtist nokkrum sinnum inn í búðir þessa vikuna, Hér fáið þið að sjá hvað fylgdi mér heim...



Ég fjárfesti sárasjaldan í sokkapörum þar sem sokkabuxur eru hluti af mínum standard klæðnaði. Ég fjárfesti þó nýlega í pínu opnum skóm(sjá hér) og varð því auðsjáanlega að kaupa mér flotta sokka til að vera í við þá. Þessi kaup áttu því fullan rétt á sér. 

Flestir myndu segja að ég ætti yfirdrifið nóg af hálsmenum. Mér fannst vanta þessi þrjú í safnið til að fullkomna það. 


Ég læt Tax Free snyrtivörur ekki framhjá mér fara og gerði því stórgóð kaup í Hagkaup á föstudaginn. Ég fór svo að sjálfsögðu daginn eftir og keypti tvö naglalökk til viðbótar. Við skulum þó hafa það á hreinu að ég nota ekki svampana sem má sjá á myndinni til þess að farða mig, þeir fóru í ombre nagla tilraunastarfsemi sem kom vægast sagt hræðinlega út..


Hér má sjá blörraða mynd af hryllingnum. 


Tax Free helgin á Korputorgi fór að sjálfsögðu ekki heldur framhjá mér og ég þarf fékk ég þessa kertastjaka í ILVU á rúmlega 500 kr stykkið! Meðleigjandanum leist þó ekki á blikuna enda er ég búin að troða sirka 15 kertastjökum inn í herbergið mitt síðan ég flutti inn. 


Kertastjakasýki minni fylgir að sjálfsögðu kertasýki. Við erum nánast alveg hættar að kveikja ljósin hér heima eftir að það fór að dimma úti og eyðum sennilega meiru í kertakaup en matarinnkaup. Þessi fallegu pastelkerti fást í Söstrene Grene og eru 10 stykki á 590kr. Gjöf en ekki gjald. 










2 comments:

  1. æj geturðu ekki keypt eitthvað handa mér líka !

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ekki málið! Gefðu mér bara pening og ég fer í málið

      Delete