Pages

Wednesday, October 30, 2013

Beauty Tip

 Ég hef einstaklega gaman af því að naglalakka mig og geri það sennilega á öðrum hverjum degi. Það gefur því augaleið að ég eyði miklum tíma í að bíða eftir því að naglalakk þorni, sem er nú ekki beint mikil skemmtun þar sem að maður er nær handlama alla þessu blessuðu bið.



Hér má sjá naglalakksafnið sem ég hef komið mér upp. Ég eyði augljóslega líka miklum tíma í að ákveða hvaða naglalakk skal nota hverju sinni. 


Ég hef mikið lesið mér til um ráð sem eiga að flýta fyrir þornun naglalakks en ég hef ekki fundið neitt sem mér lýst nægilega vel á, fyrr en nú..



Þvílíkri og annarri eins snilld hef ég sjaldan kynnst! Ég naglalakka mig og spreyja svo dágóðum slurk af cooking spray-i(þarf ekki að vera PAM) á hverja nögl, það er best að gera þetta yfir vaskinum því þetta verður dálítið messy. Ég þvæ svo hendurnar á mér bara nánast strax á eftir en það er líka ágætt að leyfa þessu að þorna í um það bil mínútu. 


Eins og þið sjáið verða hendurnar örlítið olíubornar við þessa aðgerð en þær verða bara mýkri fyrir vikið. Mæli með að þið prufið þessa snilld og sparið ykkur heilmikinn tíma!


No comments:

Post a Comment