Pages

Thursday, October 31, 2013

Hártwist

Mér þykir alveg einstaklega leiðinlegt að hugsa um hárið á mér. Þá er ég að tala um þegar það kemur að því að gera eitthvað í hárið á mér, ekki að þrífa það, ég nenni því nú alveg oftast. 
Ég á það til að henda í mig tagli eða fléttu þegar ég nenni, stöku sinni verður snúður fyrir valinu en hann verður oftast nær bara á stærð við baun svo ég reyni að gera það bara heima. 

Þegar ég var yngri þá átti fósturmamma mín, hún Áslaug, voða sniðuga hárgræju sem gerði smá svona twist í hárið sem var skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna tagli. Í einni heimsókn minni fór ég að spyrjast fyrir um þessa hárgræju og fékk að vita að hún væri nú löngu ónýt. Góðu fréttirnar eru þó að hún er ekki mjög flókin í sníðum svo pabbi bjó bara til aðra handa henni. Ég fékk hann að sjálfsögðu til að búa til svona handa mér líka og er heldur betur ánægð!
Það er alveg idiot proof að búa sér til svona græju og hvað þá að nota hana. Hér fáið þið nokkrar myndir af því hvernig hún virkar:



Hér sjáið þið græjuna sem pabbi vippaði saman, maður snýr einfaldlega upp á smá einangrunnarvír svo hann myndi stóra lykkju og festir endana saman með smá snúning.


Byrjað er á því að setja tagl í hárið, frekar neðarlega.


Því næst er þynnri endanum á græjunni troðið í gegnum hárið fyrir aftan taglið.


Hárið er svo sett í gegnum lykkjuna og hún svo bara dregin alla leið niður úr hárinu og voilá!


Eins og þið sjáið er þetta allt saman súper einfalt og góð tilbreyting frá hinu hefðbundna tagli. 
Greiðslan er einföld og klassísk og getur hentað bæði sem hversdags eða fínni greiðsla. 












No comments:

Post a Comment