Pages

Monday, December 30, 2013

Uppgjör



Ég tók engar væntingar með mér inn í árið 2013, ekki eina einustu. Árið þar á undan hafði verið það versta sem ég hafði upplifað og ég var einstaklega fegin að fá að kveðja það. Árið 2012 var fótunum kippt undan mér og allt í einu var lífið ekki lengur eins og ég átti að þekkja það. Í kjölfarið tóku við mjög erfiðir og ruglandi tímar og enn þann dag í dag er ég að vinna í þessum málum. Árið 2013 byrjaði því ekki vel og mest allur minn tími fór í það að reyna að vinna úr mínum málum og líða vel.


Í kjölfar þessara erfiðleika tók ég þó bestu ákvörðun sem ég hef tekið. Á síðasta umsóknardegi sótti ég um nám við Háskóla Íslands, pakkaði lífinu niður og flutti suður. Mér fannst ég ekki tilbúin í háskólanám, ég hafði einungis hitt meðleigjanda minn einu sinni áður en ég flutti og ég var skíthrædd við að keyra á götum borgarinnar. Ég hafði allt mitt líf ætlað að fara frá Austurlandi en steig skrefið aldrei til fulls fyrren árið 2013. Í dag er ég búin með mína fyrstu önn í háskóla, meðleigjandi minn er ein besta manneskja sem ég þekki og ég rata hvert sem ég vil fara í Reykjavíkurborg. 
Ég er árinu sem er að líða þakklát fyrir að hafa snúist mér í hag. Líf mitt er betra en það var fyrir ári síðan, ekki fullkomið, en talsvert betra og það er þess vegna sem ég kveð árið með ákveðnum trega. 
Ég hef ákveðið að strengja engin áramótaheit fyrir nýja árið eða binda við það einhverjar vonir, ég veit það fyrir víst að héðan liggur leiðin bara upp á við. 



ÞETTA lag segir í raun allt sem segja þarf um tilfinningar mínar gagnvart áramótunum, ég mæli með að þið hlustið.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vona svo innilega að ykkur líði öllum vel á nýju ári. xx

Saturday, December 28, 2013

Myndasögur #4



Þið hélduð kannski að við systur værum dauðar úr öllum æðum en það er fjarri öllum sannleika. Raunin er sú að mikið hefur verið um lærdóm og vinnu undanfarið og því lítið um tíma til þess að blogga, við lofum þó að snúa tvíefldar til baka á næstu misserum. 
Þessi ágæta jólamyndataka átti sér stað á aðfangadagskvöld en þennan mannháa poka fengum við til þess að bera hluta af gjöfum okkar systra.


Þetta ágæta yatzi fékk ég í Secret Santa leik sem við vinkonurnar höfðum fyrir jólin og vakti það vægast sagt mikla lukku. Þegar þessi mynd er tekin var ég að spila minn fjórða Yatzileik það kvöldið. Já það var laugardagskvöld.



Um daginn útskrifaðist minn elskulegi meðleigjandi og í framhaldi af því var veisla heima hjá okkur. Katla kynnti mig fyrir öllum sem vildu heyra sem sambýliskonu sína og ég sem þekkti engann í veislunni og hafði því bara setið hjá bollunni allt kvöldið jánkaði því bara. Það þarf því eflaust að leiðrétta þennan smá misskilning fyrir allnokkra vini og vandamenn "sambýliskonu" minnar.


Flestir Íslendingar bjóða jólin velkomin með því að fá sér skötu og saltfisk á þorláksmessu en ég legg mér nú ekki slíkt til munns. Fyrir mína parta koma engin jól nema borðuð sé pizza 23. desember og svona var því kvöldmaturinn þann daginn.


Þorláksmessa var þó ekki einungis gleðileg því elsku gullvagninn minn endaði svona eftir daginn. Ég tek þó fram að ég var fjarri góðu gamni þegar þetta átti sér stað enda var bíllinn í láni á meðan ég var í vinnu. Það er þó fyrir öllu að allir sluppu ómeiddir. Og ég þarf ekkert að borga..


Kvöldinu verður svo eitt í Harry Potter hálfmaraþon. Já það er sko ljúft að vera í jólafríi, njótið!






Tuesday, December 17, 2013

Uglusýki



Undanfarið hef ég þróað með mér mikla uglusýki og tekist að sanka að mér uglueftirlíkingum í hinum ýmsu myndum. Ég kýs að kenna stjúpmóður minni alfarið um þetta blæti en heima hjá sér hefur hún að geyma allskyns uglur í tugatali, ég held hún viti ekki sjálf hversu margar þær eru. 
Ég er orðin litlu skárri og er búin að takast að koma nokkrum uglum fyrir hér og þar á mínu heimili, enda eru þær með eindæmum fallegar. 



Það mætti segja að sýkin hafi hafist þegar ég sá fyrst myndirnar hjá Heiddddddinstagram og varð að sjálfsögðu að gefa mér eina slíka í afmælisgjöf ásamt öðru. Maður kaupir nú ekki bara eina afmælisgjöf handa sjálfum sér. 


Þetta þríeyki eignaðist ég svo í gær. Já það er sko lífshættulegt að vinna í verzlun sem selur svona gersemar. Ég er ansi hrædd um að ég fái ekki krónu útborgaða fyrir þessa vinnu. En það skiptir nú ekki máli þegar maður á svona fallegar uglur. 


Já launin mín fengu sko líka að bitna á þessum. 690 kr. í mínus fyrir þessar elskur. 


Það sem átti svo að vera saklaus afmælisgjafa leiðangur endaði á því að vera innkaupaferð fyrir sjálfa mig. Ég gat bara ekki með nokkru móti hugsað til þess að skilja þessa lokka eftir í búðinni og eru búnir að vera í eyrunum uppá hvern einasta dag síðan þeir voru keyptir. 


Já, þessi er líka keypt í Fakó eins og flest allt sem ég fjárfesti í þessa dagana. Þessi er til í gráu og svörtu og fæst fyrir aðeins 1400 kr. Gjöf en ekki gjald. 


Síðast en ekki síst fékk ég þetta fallega hulstur inn um lúguna í síðustu viku eftir langa bið. Ó elsku Ebay snilldin. 












Wednesday, December 11, 2013

S.Ó. Skart

Ég er svo heppin að eiga bara eintóma snillinga fyrir vini og er þeim ýmislegt til listanna lagt. Hún Sandra vinkona mín er snillingur í höndunum og er að búa til ótrúlega fallega skartgripi sem hún hannar og selur sjálf undir merkinu S.Ó. Skart. Ég á sjálf nokkra skartgripi frá henni sem ég er ótrúlega ánægð með, nú síðast festi ég kaup á hálsmeni sem er svo fallegt að mig langar helst ekki að taka það af mér. 
Ef þið eigið heima hjá ykkur einhverja skartgripi, lyklakippur, hlekki, garn, perlur, nælur, borða, bönd eða annars konar glingur sem þið hafið ekki not fyrir þá megið þið endilega senda það til hennar Söndru svo hún geti gefið því nýtt líf. 
Hér er svo smá sýnishorn af vörunum frá S.Ó. Skart:
















Hér má sjá hálsmenið sem ég var að eignast og er svo ótrúlega ánægð með.


Fyrir áhugasama má nálgast vörurnar HÉR
Fallegar og vandaðar vörur í jólapakka!



Sunday, December 8, 2013

Sparnaðarráð #2

Nú þegar jólahátíðin er á næsta leiti á fólk það svolítið til að spreða meira en það ætlar sér. Ég tala sjálf af reynslu enda oftast sem ég fer í jólagjafaleiðangur og enda með því að gefa sjálfri mér 5 jólagjafir í hverri ferð. Veit ekki hvort fleiri glími við þetta vandamál. Það þarf allavega engann snilling til þess að sjá að þetta gæti auðveldlega komið manni á hausinn. 
Mér fannst því tilvalið að deila með ykkur öðru sparnaðarráði. Ég mæli þó með því að þið farið í hraðbanka og takið út pening áður en þið hrindið sparnaðinum í framkvæmd. 

Þetta sparnaðarráð er jafn auðvelt og það síðasta. Í verkið þarf aðeins 4 hluti. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.



Í verkið þarf plastbox, vatn og greiðslukort að eigin vali, þó ekki eitthvað sem er aldrei í notkun.


Já þetta skýrir sig nokkurn veginn sjálft. Boxinu er svo lokað og því stungið inn í frysti. Þeir sem eiga ekki frysti geta því miður ekki nýtt sér þetta ráð og verða því að leita annarra leiða í sparnaði að þessu sinni.


Eins og þið sjáið er ekki beint auðveld að nálgast kortið í fljótu bragði svo þetta er snilldar ráð fyrir þá sem eiga það til að grípa með sér kortið á leið út. Ekki myndi ég allavega stinga ísmola í vasann á leið út úr húsi, en hver verður að dæma fyrir sig. 


Eini gallinn er sá að kortið sekkur á botninn, betra væri að hafa það í miðjunni. Ef einhver lumar á ráði við þessu þá væri það kærkomið ef viðkomandi væri til í að deila því með restinni af okkur. 

Vonandi nýtist þetta ráð ykkur vel um hátíðarnar og þið eigið gleðileg og sparnaðarsöm jól!




Saturday, December 7, 2013

Vinningshafinn er...



Við systur settum af stað æsispennandi leik hér á síðunni fyrr í vikunni og viljum við þakka öllum sem skildu eftir komment við færsluna fyrir þáttökuna. 
Því miður gátum við þó bara dregið út einn lukkunnar pamfíl að þessu sinni sem fær glæsilegt hálsmen í lit að eigin vali að gjöf.

Sú heppna sem hlýtur vinninginn er....







Soffía Björgúlfsdóttir


Innilega til hamingju með glaðninginn Soffía. Endilega hafðu samband við okkur svo við getum afhent þér vinninginn sem fyrst.



Thursday, December 5, 2013

Jákvæðni

Nú þegar bloggmenningin er að ryðja sér til rúms á ný finnst mér einstaklega áberandi hvað bloggarar eru jákvæðir. Allt er dásamlegt og allir svo yndislega elskulegir. 
Ég veit ekki með ykkur en stundum finnst mér þetta bara of mikið af hinu góða. Ég fer allavega reglulega í fýlu og pirra mig á ótrúlegustu hlutum. Stundum er allt bara svo pirrandi. Dagurinn í dag var til dæmis ekki tekin á bleiku skýi. Í fyrsta lagi þurfti ég að vakna í morgun. Fyrir hádegi. Það boðar aldrei gott. 
Hér má sjá nokkur pirrandi dæmi úr hversdagslífinu. Það er sko ekkert yndislega elskulegt við þetta...


ÞETTA
Þegar maður er búin að puða við það að skafa allann bílinn, sest inn í hann og sér að þar bíður meira frost til að skafa. Hvers á maður að gjalda.

ÞETTA
Flestar kynsystur mínar kannast sennilega við rafmagnaða hárið sem fylgir bévítans frostinu. Tímabundin lausn við þessu er að strjúka yfir hárið þegar nýbúið er að smyrja handáburði á lúkurnar. Einnig hefur hinn stjórnandi bloggsins góða reynslu af því að spreyja hreinsiúðanum Leysigeisla yfir hárið á erfiðum tímum. Ég þori þó ekki að fara með það hversu gott það er fyrir hárið.

ÞETTA

ÞETTA
Í dag var svo kalt í íbúðinni að rúðurnar voru frostlegnar að innan. Oj.

ÞETTA
Hér eru engin orð þörf.

ÞETTA

ÞETTA
Mér ætlar bara ekki að takast að lakka bara neglurnar. Það á þó víst að virka að gluða smá vaselíni meðfram nöglunum en ég nenni nú ekki að standa í því.




EKKI ÞETTA
 Ljósið í myrkri dagsins var þó óvænt Hagkaupsferð þar sem mér tókst að næla mér í 3 lökk úr jólalínu OPI. Þegar ég segi óvænt ferð þá meina ég að sjálfsögðu að þetta var löngu fyrirfram ákveðin verslunarferð. Ég ætlaði þó bara að kaupa eitt naglalakk en gat ómögulega valið á milli. 

Tuesday, December 3, 2013

Gjafaleikur !



Heil og sæl kæru lesendur.

Núna ætlum við systur að gerast alveg afskaplega gjafmildar, því það er jú kominn desember og þá snýst allt um að gefa frekar en þiggja. 

Við ætlum að gefa eitt stk. hálsmen úr Shop K , sem er lítil netverlsun rekin af Kristveigu.

Það eina sem þið þurfið að gera er að kommenta undir þessa færslu með nafni og hvaða lit af hálsmeni ykkur líst best á. Svo má endilega smella like-i á Facebooksíðu bloggsins (nema þið séuð búin að því auðvitað) og á Facebooksíðu Shop K. 

Við drögum síðan út einn heppinn á laugardaginn !




Við vonum að þetta færi ykkur smá gleði og glaum í prófunum :) 






Monday, December 2, 2013

Wish #1


Svona í tilefni þess að prófin eru gengin í garð og ég á að vera að læra, ætla ég að skella inn einni færslu .....

Ég á svo stóran og endalausan óskalista, eins og eflaust hvert annað mannsbarn. Mig langar í svo mikið, sérstaklega þegar ég á ekki fyrir neinu, þá langar mig í allt. En þegar það kemur fyrir að ég hef efni á einhverju, þá þarf ég það svosum ekkert. En það kemur nú sjaldan fyrir , svo verum ekki að velta okkur upp úr því. 

Hér er brotabrot af óskalistanum mínum...


1. Fashionology skart, hef áður tjáð ást mína á því HÉR . Skartið fæst í GK og nýverið kom til þeirra ný sending. Ég á eitt hálsmen frá merkinu sem ég er nánast alltaf með, langar í nýtt til skiptanna.

2. Iittala, já ég er ein af þeim sem elskar þetta rándýra merki, og mig langar í þennann rándýra vasa ! Djöfull er maður klikkaður.

3. Við hjúin erum að safna þessari línu frá jú Iittala, en það má safna. Eigum nú þegar nokkur glös en maður getur alltaf blómum á sig bætt.

4. Mig langar svo í gráan, stóran, langan og hlýjan trefil. Sá einn flottan í VILA um daginn og sömuleiðis í ZARA. 

- gm


PS: Hvernig finnst ykkur nýja lúkkið? Kjéllan var að föndra, bara svona því hún átti að vera læra.