Pages

Tuesday, May 27, 2014

Myndasögur #5

Þessa dagana er hversdagsmyndaleikurinn að tröllríða öllu á facebook. Það hlaut að koma að því að einhver skoraði á mig en þar sem mér finnst þetta orðin fremur þreyttur leikur þá ætla ég að sleppa honum. Í staðin fáið þið nokkrar myndir hér frá síðustu dögum og vikum í mínu lífi. Bæði hversdags og ekki.


Við feðgin skelltum okkur í göngutúr upp að Helgustaðanámu seinnipartinn í dag í blíðunni.



Ég sá ægilega sniðugt myndband á instagram um daginn sem sýndi, að því er virtist, mjög auðvelt trix til að lakka neglurnar á flottan hátt. Þetta var asentonað af nöglunum strax eftir myndatökuna. 
Einfalt mæ ass.


Þetta gerðist um daginn. Nú er betra að fara að vara sig á því hvað fer í history.


Ég skellti mér á Eurovision um daginn. Áfram Ísland!


Skoðanir fólks á sigurlaginu eru jafn misjafnar og þær eru margar. Ég var þó ánægð með sigurinn enda bæði lagið og söngkonan flott. Burtu með fordóma!


Ég gerði alveg svolítið af því að naglalakka mig í maímánuði.


Það er ekki tekið út með sældinni að vinna í álveri yfir sumarmánuðina. Mælirinn sýndi 27 gráður síðustu helgi. Þetta verður sveitt sumar. 


Að lokum er hér mynd af nýlegum kaupum. Augnskuggar og sumarlegur kimonojakki. Ekki skemmdi fyrir að þetta var sá síðasti í búðinni og fékkst því á gjafaprís.

Fyrir áhugasama má finna mig á Instagram undir @kristveiglilja. 
Þar kennir ýmissa grasa en þar má meðal annars finna mikið af naglalakks og eurovision myndum. Fyrir þá sem hafa gaman af svoleiðis fíflaskap er um að gera að ýta á follow.







Tuesday, May 13, 2014

Kjúklinganúðlur á kínverska vísu

Ég held ég verði seint titlaður einhver meistarakokkur, allavega ekki miðað við tilþrif mín í eldhúsinu. Ég er einnig mjög hugmyndasnauð þegar kemur að því að ákveða hvað skal hafa í matinn svo ég er með svona 5 uppskriftir sem ég skiptist bara á að elda. 
Ein þeirra er uppskrift af eggjanúðlum með kjúkling, dásamlega góður réttur sem hefur aldrei klikkað! Ég ætla að gefa ykkur uppskriftina og vona að ykkur líki vel.

Í uppskriftina þarf eftirfarandi hráefni:

3 kjúklingabringur
1 pakka eggjanúðlur
1 papriku
1 lauk
1 box af sveppum
Ostrusósu
Soyasósu
Púðursykur


Ég er mikill dassari þegar kemur að því að elda svo ekki láta ykkur bregða ef orðunum dass og slurk mun bregða fyrir í færslunni.


Byrjað er á því að henda kjúklingabringunum inn í ofn eða steikja þær á pönnu, það fer allt eftir hentisemi. Best er að krydda þær örlítið með kjúklingakryddi eða salti og pipar. 
Á meðan bringurnar malla eru núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka og niðurskorið grænmetið steikt á pönnu við vægan hita.
Á þessu stigi málsins reynir á multitaskarann í mönnum. 


Þegar núðlurnar eru soðnar er vatninu hellt af þeim og þeim blandað saman við grænmetið og því næst er niðurskornum kjúklingabringunum bætt við blönduna. 
Þá er komið að dassinu.


Í "sósuna" þarf ostrusósu, soyasósu og púðursykur. Ég hef aldrei notað neinar mælieiningar við sósugerðina í þessari uppskrift og er nánast sannfærð um það að betra sé að dassa hana til svo hún verði fullkominn.
Ég set um það bil hálfa flösku af ostrusósu, jafnvel aðeins meira, góðan slurk af soya sósu, ætli það séu ekki um það bil 1-2 matskeiðar. Því næst er góðum slatta af púðursykri hellt yfir, um það bil hálfum desilítra.
Þessu er svo blandað vel saman og smakkað til. Ekki hika við að setja minna af hráefnunum og bæta svo bara við ef ykkur finnst eitthvað vanta uppá.


Það hljómar kannski ekki vel að blanda saman púðursykri og soyasósu og hella því yfir kjúkling og núðlur en treystið mér, þetta er með því betra sem ég hef smakkað.

Skora á ykkur að prufa þennan rétt, það verður enginn svikinn!






Thursday, May 1, 2014

Instagrammari ársins

Í gærkvöldi var mér bent á þennan vægast sagt skemmtilega Instagram aðgang.
Hún kallar sig Baddie Winkle og er alveg eiturhress miðað við aldur og fyrri störf.






Ég mæli allavega með því að allir fylgi henni á Instagram. Ég hef allavega helvíti gaman af henni.