Pages

Sunday, November 10, 2013

Ljúffengur sunnudagsmatur

Ég er ein af þeim sem kann ekki að elda sunnudagssteik, ég hef reyndar aldrei reynt það en það er einfaldlega vegna þess að ég veit að það myndi enda í brunarústum. Það eru kannski einhverjir fleiri sem eru ekki á þeim buxunum að fara að skella í stórsteik og því langar mig að gefa ykkur einfalda uppskrift af sunnudagsmatnum sem borinn verður fram á Leirunni í kvöld. 


Í uppskriftina þarf aðeins nokkur hráefni sem sáraeinfalt er að skella saman:

1 bakki hakk að eigin vali, við notum svínahakk
1 pakki ritzkex 
1 pakki púrrulaukssúpa
1 egg
1 og 1/2 dl Sweet Chili sósa
1 peli matreiðslurjómi
Hvítlauksrjómaostur eftir smekk
Spaghetti



Fyrir þá sem eru illa læsir má hér sjá mynd af hráefnunum.

Hakkinu, kexinu, púrrulauksduftinu og egginu er öllu blandað saman í skál. Nauðsynlegt er að mylja Ritzið áður en það er brúkað ef menn vilja ekki fá heilu kexkökurnar uppí sig. Hráefnunum er blandað vel saman og úr þeim svo myndaðar bollur sem raðað er í eldfast mót. 


Svona líta bollurnar út hráar og fínar, þeim er svo skellt inn í ofn á sirka 200 gráður þar til þær eru orðnar fagurbrúnar og stökkar á að líta. 


Því næst eru fatið tekið útúr ofninum og yfir bollurnar fer matreiðslurjóminn ásamt Sweet Chilli sósunni. Gott er að blanda því saman í skál fyrst en það er þó ekki nauðsynlegt. Svo til að krydda aðeins upp á þetta er nokkrum klessum af hvítlauksrjómaosti hent hist og her í fatið og það svo sett aftur inn í ofninn í um það bil 20 mínútur eða þar til sósan er orðin heit.


Hér eru svo bollurnar komnar útúr ofninum og tilbúnar til neyslu. Best er að sjóða spaghetti og hafa sem meðlæti. Einfaldur og góður matur sem yljar í þessu stormviðri!





No comments:

Post a Comment