Pages

Thursday, November 7, 2013

Lífið, héðan og þaðan ...



Nokkrar svipmyndir úr mínu daglega lífi.... 

Sú hamingjustund sem skilin á lokaverkefninu var ... sáttir höfundar

Þessir bættust nýlega í safnið hjá mér og þvílík fótagæla sem þeir eru, svo þæginlegir og já afskaplega kúl í þokkabót.... 

ó mig dreymir um þessa pizzu... eða meira svona mig dreymir um að fara austur, hitta vinkonur mínar þar og mömmu og fara með þeim og fá mér þessa pizzu á SALT ! 

Já vinkonur mínar gera lítið annað um þessar mundir en að búa til börn, og þvílíkt sem þeim lukkast það vel... þessi er tildæmis einstaklega vel heppnuð, hún Maren Tinna.... 


Einn kaldur í ... mig langar að segja Búdapest, minnið er aðeins farið að hraka. En mikið sem ég væri til í að endurtaka þessa ferð okkar, erum reyndar að stefna á að taka eina svipaða þegar við verðum komnar á fimmtugsaldurinn. 

Já það er oftar en ekki tvíréttað heima hjá mér ... en það er svona þegar ástmaðurinn lætur ekki ofan í sig fisk eða aðrar sjávarafurðir ! 

Skálað í rautt á Tjöruhúsinu á Ísafirði ps: ég tek það fram að þetta var ekki djammferð heldur námsferð. 


oog ein enn úr ferðinni góðu ... ég þyrfti nú að skella nokkrum vel völdum úr þeirri ferð hingað inn , þó vel ritskoðuðum en þær eru all nokkrar sem munu aldrei fá að líta dagsins ljós. 


-gm


No comments:

Post a Comment