Pages

Thursday, October 31, 2013

Hártwist

Mér þykir alveg einstaklega leiðinlegt að hugsa um hárið á mér. Þá er ég að tala um þegar það kemur að því að gera eitthvað í hárið á mér, ekki að þrífa það, ég nenni því nú alveg oftast. 
Ég á það til að henda í mig tagli eða fléttu þegar ég nenni, stöku sinni verður snúður fyrir valinu en hann verður oftast nær bara á stærð við baun svo ég reyni að gera það bara heima. 

Þegar ég var yngri þá átti fósturmamma mín, hún Áslaug, voða sniðuga hárgræju sem gerði smá svona twist í hárið sem var skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna tagli. Í einni heimsókn minni fór ég að spyrjast fyrir um þessa hárgræju og fékk að vita að hún væri nú löngu ónýt. Góðu fréttirnar eru þó að hún er ekki mjög flókin í sníðum svo pabbi bjó bara til aðra handa henni. Ég fékk hann að sjálfsögðu til að búa til svona handa mér líka og er heldur betur ánægð!
Það er alveg idiot proof að búa sér til svona græju og hvað þá að nota hana. Hér fáið þið nokkrar myndir af því hvernig hún virkar:



Hér sjáið þið græjuna sem pabbi vippaði saman, maður snýr einfaldlega upp á smá einangrunnarvír svo hann myndi stóra lykkju og festir endana saman með smá snúning.


Byrjað er á því að setja tagl í hárið, frekar neðarlega.


Því næst er þynnri endanum á græjunni troðið í gegnum hárið fyrir aftan taglið.


Hárið er svo sett í gegnum lykkjuna og hún svo bara dregin alla leið niður úr hárinu og voilá!


Eins og þið sjáið er þetta allt saman súper einfalt og góð tilbreyting frá hinu hefðbundna tagli. 
Greiðslan er einföld og klassísk og getur hentað bæði sem hversdags eða fínni greiðsla. 












Wednesday, October 30, 2013

Beauty Tip

 Ég hef einstaklega gaman af því að naglalakka mig og geri það sennilega á öðrum hverjum degi. Það gefur því augaleið að ég eyði miklum tíma í að bíða eftir því að naglalakk þorni, sem er nú ekki beint mikil skemmtun þar sem að maður er nær handlama alla þessu blessuðu bið.



Hér má sjá naglalakksafnið sem ég hef komið mér upp. Ég eyði augljóslega líka miklum tíma í að ákveða hvaða naglalakk skal nota hverju sinni. 


Ég hef mikið lesið mér til um ráð sem eiga að flýta fyrir þornun naglalakks en ég hef ekki fundið neitt sem mér lýst nægilega vel á, fyrr en nú..



Þvílíkri og annarri eins snilld hef ég sjaldan kynnst! Ég naglalakka mig og spreyja svo dágóðum slurk af cooking spray-i(þarf ekki að vera PAM) á hverja nögl, það er best að gera þetta yfir vaskinum því þetta verður dálítið messy. Ég þvæ svo hendurnar á mér bara nánast strax á eftir en það er líka ágætt að leyfa þessu að þorna í um það bil mínútu. 


Eins og þið sjáið verða hendurnar örlítið olíubornar við þessa aðgerð en þær verða bara mýkri fyrir vikið. Mæli með að þið prufið þessa snilld og sparið ykkur heilmikinn tíma!


Monday, October 28, 2013

Íslandskort

Mig langaði bara til þess að sýna ykkur fína Íslandskortið sem við sambýliskonur vorum að fjárfesta í. Við erum einmitt búnar að vesenast mikið í því hvað við ættum að hafa á þessu tiltekna vegg í stofunni og þegar ég rakst á þetta tilboð inni á Hópkaupum í gærkvöldi urðum við að grípa gæsina.


Tilboðið er enn í gildi og stendur til miðnættis. Hægt er að velja um tvær stærðir, við tókum stærri stærra kortið og kostar það aðeins 2300. kr. 
Það er um að gera að nýta sér tilboðið og kaupa eitt fyrir heimilið eða í gjöf enda er Íslandið okkar svo ótrúlega fallegt. 





Sunday, October 27, 2013

New In #2

Eins og þið sennilega flest vitið þá ákvað ég að flytja suður núna í haust. Það var sennilega ekki svo skynsamleg ákvörðun þegar litið er á þá staðreynd að ég er óneitanlega mikill kaupfíkill og tekst sjaldan að neita mér um eitthvað sem mér finnst falleg. Ég er líka einstaklega góð í því að réttlæta kaupin fyrir sjálfri mér, því auðvitað bráðvantar mig allt það sem mig langar að kaupa mér. 
Það ætti því ekki að koma á óvart að ég villtist nokkrum sinnum inn í búðir þessa vikuna, Hér fáið þið að sjá hvað fylgdi mér heim...



Ég fjárfesti sárasjaldan í sokkapörum þar sem sokkabuxur eru hluti af mínum standard klæðnaði. Ég fjárfesti þó nýlega í pínu opnum skóm(sjá hér) og varð því auðsjáanlega að kaupa mér flotta sokka til að vera í við þá. Þessi kaup áttu því fullan rétt á sér. 

Flestir myndu segja að ég ætti yfirdrifið nóg af hálsmenum. Mér fannst vanta þessi þrjú í safnið til að fullkomna það. 


Ég læt Tax Free snyrtivörur ekki framhjá mér fara og gerði því stórgóð kaup í Hagkaup á föstudaginn. Ég fór svo að sjálfsögðu daginn eftir og keypti tvö naglalökk til viðbótar. Við skulum þó hafa það á hreinu að ég nota ekki svampana sem má sjá á myndinni til þess að farða mig, þeir fóru í ombre nagla tilraunastarfsemi sem kom vægast sagt hræðinlega út..


Hér má sjá blörraða mynd af hryllingnum. 


Tax Free helgin á Korputorgi fór að sjálfsögðu ekki heldur framhjá mér og ég þarf fékk ég þessa kertastjaka í ILVU á rúmlega 500 kr stykkið! Meðleigjandanum leist þó ekki á blikuna enda er ég búin að troða sirka 15 kertastjökum inn í herbergið mitt síðan ég flutti inn. 


Kertastjakasýki minni fylgir að sjálfsögðu kertasýki. Við erum nánast alveg hættar að kveikja ljósin hér heima eftir að það fór að dimma úti og eyðum sennilega meiru í kertakaup en matarinnkaup. Þessi fallegu pastelkerti fást í Söstrene Grene og eru 10 stykki á 590kr. Gjöf en ekki gjald. 










Friday, October 25, 2013

Freddukökur

Freydís Selma, vinkona mín, er algjör snillingur í eldhúsinu bæði þegar það kemur að matargerð og bakstri. Hún er oft kölluð Martha Stewart vinahópsins fyrir þessa hæfileika sína. Freydís býr þó við þá ólukku að eiga ekki bakaraofn og fær því stundum að baka heima hjá okkur vinkonum sínum, sem við erum ekki beint að hata! Hún kom því í heimsókn til mín um daginn og bakaði þær bestu smákökur sem ég hef nokkurntímann smakkað, með hnetusmjöri og mjúkri karamellu í miðjunni! Hún var svo góð að leyfa mér að birta uppskriftina, sem hún útfærði að sjálfsögðu sjálf, hér á blogginu. Njótið!




Hráefni:

2 ½ bolli kornax hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk cream of tartar
½ tsk kanill
½ tsk maldon salt (Saltverk sjávarsalt)
230 g ósaltað smjör, mjúkt
½ bolli sykur
1 ¼ bolli púðursykur, ekki þjappaður (má jafnvel minnka)
1 stórt egg (2 lítil)
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar (vanilla extract enn betra)
2 msk hnetusmjör
1 msk rjómi
1/2 bolli karamellukoddar, skornir í ferninga eða jafnvel minna (fást t.d. í nammibarnum í Hagkaup, þetta eru mjúkar karamellur)

Til að rúlla kökunum upp úr:
¼ bolli sykur
2 tsk kanill 

Sjávarsalt, til að strá á toppinn á smákökunum.
Aðferð:
Smjörið sett í pott, brætt fullkomlega og látið dökkna örlítið en athuga verður að það brennur mjög snögglega. Smjörið fjarlægt af hellunni og látið kólna að stofuhita.
Í stóra skál er hveiti, cream of tartar, kanill, salt og matarsódi týndur til á meðan smjörblandan kólnar.
Við sambýliskonur eigum ekki hrærivél svo við urðum að styðjast við handþeytara sem var hreint ekki verra.

Í hrærivélarskál, er smjöri og sykri blandað vel saman uns mjúkt. Þá er egginu og eggjarauðunni bætt við, svo og vanillunni, hnetusmjörinu og rjómaslettunni. 
Þurrefnunum er þá bætt varlega við, varast skal að hræra of mikið. Kúla er þá mynduð úr deiginu og geymd inni í ískáp í a.m.k. 30 mínútur (deigið geymist vel í kæli yfir nótt). 

Þessi badboy fór svo í kæli í ca. klukkustund.

Þegar komið er að því að baka kökurnar er ofninn hitaður að 175-180°C. Um 2 msk af deigi þarf í eina köku sem er rúllað í kúlu. Kúlan er síðan flött út með lófanum og 1-2 karamellubitar settir á deigbútin, síðan er kúla mynduð utan um karamellurnar.

Það má að sjálfsögðu setja minna af karamellu, en það er bara ekki eins gott.

Þegar allt deigið er komið í kökur er þeim velt upp úr kanilsykurblöndunni, raðað á bakstursplötu og örlitlu sjávarsalti stráð yfir kökurnar. Bakað í 8 – 10 mínútur eða þar til brúnirnar eru örlítið gylltar en miðjan enn mjúk. Kökurnar látnar standa í 2-3 mínútur og síðna fjarlægðar til að kólna.

Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af smákökum þá er deigið líka mjög bragðgott eitt og sér. 

Ég mæli að sjálfsögðu með því að allir sem ætla að baka þessar kökur án þess að vera búnir að taka masterinn í bakstri hringi fyrst í Freydísi og biðji hana um að mæta á svæðið. Við sambýliskonur ætluðum nefninlega að vera agalega sniðugar og baka þær sjálfar en þar sem við erum ekki búnar með masterinn tók græðgin yfirhöndina og kökurnar urðu of stórar hjá okkur. 



Svo ef þið viljið ekki að kökurnar líti svona út þá mæli ég með því að hafa þær aðeins minni eða raða færri kökum á plötuna. Þær voru þó ekki verri þrátt fyrir þessi smávægilegu mistök. Kökurnar eru lang bestar nýbakaðar því þá er karamellan í miðjunni svo ótrúlega mjúk og góð.
Ég mæli eindregið með því að fólk skelli í þessar kökur fyrir helgina eða bara til að eiga smá í frysti. 



Gleðilega helgi!








Wednesday, October 23, 2013

8tracks


Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist enda ólst ég upp á heimili þar sem nánast alltaf var einhver tónlist í gangi, við systur höfum því alla tíð verið mjög tónelskar og hlustum á mjög fjölbreytta tónlist. 
Ég get eytt heilu tímunum ein með headphones í eyrunum að uppgötva nýja tónlist, það er fátt sem mér finnst skemmtilegra. Það kom sér því mjög vel þegar góð vinkona mín sagði mér frá tónlistarsíðunni 8tracks. Á síðunni er að finna fjöldann allan af playlistum sem notendur síðunnar hafa búið til fyrir aðra að njóta, það þarf ekki að vera notandi af síðunni til að hlusta en það er þó frítt. 


Þessi síða er algjör snilld vegna þess að þú getur leitað af playlistum sem henta þér eftir ákveðnum "töggum", eins og má sjá á myndinni hér að ofan. Töggin skipta hundruðum og hægt er að nota fleiri en eitt tagg í einu, því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég nota síðuna mjög mikið td. þegar ég er að læra og vel mér þá aðallega einhverja þæginlega instrumental playlista, enda oft sem maður vill ekki læra í þögn en á samt erfitt með að einbeita sér við söng.
Ég mæli eindregið með því að allir kynni sér 8tracks og til gamans læt ég hér fylgja með minn uppáhalds lærdómsplaylista, góð nostalgía í bland við lærdóminn er hreinn unaður!

Tuesday, October 22, 2013

Anda inn anda út ....



Eins og ég nefndi í áður skrifaðri færslu mun ekki heyrast mikið í mér fyrr en í nóvember ... en ég er á barmi kvíðakasts þessa dagana vegna rigerðaskila ... jú lokaverkefnið á borðið eftir 9 daga, 236 klukkustundir, 14209 mínútur og 852568 sekúndur , en who´s counting. 




sjáumst í Nóv !
-gm 

Monday, October 21, 2013

Leðurlakk

Eftir að hafa lesið færslu á Trendnet ákvað ég að prufa Vintage Leather lakkið frá Maybelline. Lökkin koma í nokkrum litum og eiga að gefa nöglunum leðurkennda áferð.


Mig hefði mest langað að fá mér svartan lit en þar sem hann var ekki til og allir 4 litirnir sem voru til sölu voru lítt spennandi þá valdi ég mér þennan rauða.


Ég verð nú að viðurkenna að ég sé ekki þessa leðuráferð sem lofað var! Lakkið lítur nákvæmlega eins út og venjulegt naglalakk sem lakkað er yfir með möttu yfirlakki, svo ef þú átt ekki matt yfirlakk þá er þetta óneitanlega góður kostur fyrir þig. Kosturinn er þó að naglalakkið er enga stund að þorna og sem mjög óþolinmóð manneskja kann ég vel að meta það!





Sunday, October 20, 2013

New In



Við systur nældum okkur í sitthvort skóparið í dag á 20% afslætti á Kringlukasti, ekki amalegur díll það!
Langaði bara að minna á að síðasti dagur Kringlukasts er á morgun, tilvalið að nýta sér þetta og gera góð kaup!

Ps. Like-takkinn var eitthvað að stríða okkur og þurftum því að installa nýjum.


Á nýjum stað ....



Heil og sæl 

Ég hef ákveðið að leggja gömlu síðuna mína niður, enda hef ég ekki uppfært hana síðan í júlí,.... en hingað ætla ég þó að reyna að skella inn nokkrum færslum af og til. Okkur systrum datt í hug að skella í eitt blogg saman, en hún er nú flutt hingað í borg óttans....meira segja í Breiðholtið.

Það mun þó eflaust heyrast lítið í mér það sem eftir lifir þessa mánaðar þar sem að skil á lokaverkefninu mínu eru í höfn...nánar tiltekið þann 1. nóvember (guð hjálpi mér)

Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og vona að þið hafið gaman að þessari hugdettu okkar systra.

Læt eina gamla og góða af okkur systrum fylgja

-gm









Wednesday, October 16, 2013

DIY

Ég hef ákveðið að stíga inní að því er virðist heitustu tískubylgju nútímans: bloggheiminn. Enda vantar mig sárlega eitthvað til þess að dunda mér við þegar ég er ekki önnum kafinn við námsefnið. Ég ætla þó ekki að kjafta um skólabækur og lærdóm hér. Ónei. Hér mun gleðin ráða ríkjum. 



Ætli það sé ekki við hæfi að segja ykkur frá smá DIY sem ég gerði um daginn, enda er það oftast nær vinsælt bloggefni. Ég átti semsagt leið um Góða Hirðinn um daginn og tek þá eftir RIBBA ramma úr IKEA á skitnar 800 kr. Ég gríp hann með mér þar sem ég var ný búin að sjá sniðugt DIY þar sem slíkur rammi var notaður.



Svona lítur spánýr gripur úr IKEA út.

Þegar heim var komið tók ég allt innihald rammans úr honum og málaði "pappa"hliðina á úr honum með svartri krítarmálningu. Best er að mála eina umferð, leyfa henni að þorna í um það bil klukkutíma og skella svo í aðra umferð. Þegar spjaldið er orðið alveg þurrt er þessu skellt aftur í rammann nema bara öfugt, "pappa" hliðin er sett þar sem glerið var og glerið þar sem pappinn var. 




Þessi fína krítartafla sómir sér nú vel uppá vegg hér í forstofunni og notum við hana mikið til þess að koma skilaboðum á milli, það getur líka verið sniðugt að nota þetta sem Til minnis lista eða innkaupalista. Við sambýlingarnir ákváðum þó að mála ramman utan um töfluna hvítann um daginn og það kom mun betur út, mæli með því!