Pages

Saturday, November 30, 2013

Update

Jæja ætli það sé ekki betra að henda í smá update hér fyrir vini og vandamenn, jafnvel þá sem þekkja mig ekki en fylgjast samt með. Mig langar til þess að segja að ég hafi verið vant við látinn undanfarið vegna lærdóms en sannleikurinn er sá að ég hef legið í veikindum síðustu daga.
Ég ætlaði þó heldur betur að nota helgina í lærdóm enda lokaprófin á næsta leiti svo ég var ekki aðeins farin að sofa fyrir miðnætti annað kvöld heldur tókst mér líka að rífa mig á lappir fyrir hádegi í morgun. Já dagurinn yrði sko heldur betur nýttur í lærdóm og ég skyldi sko glósa fram í rauðan dauðan.

Síðan klukkan 10 í morgun er ég búin að naglalakka mig tvisvar, gera mér ferð í ekki fyrsta og ekki síðasta sinn á snyrtivöruútsölu í Hagkaupum, fara í kaffi til ömmu og afa, fullkomna aðventukransinn, skipta um 1 af rúmlega 100 sprungnum ljósaperum í íbúðinni, kaupa eina jólagjöf og horfa á 2 þætti af henni Ástríði minni. Og að sjálfsögðu er ég búin að glósa heilar 2 blaðsíður.


Já lærdómurinn tekur svo sannarlega sinn toll.


Fyrir áhugasöm jólabörn má svo hér sjá mynd af aðventukransi Leirunnar. Ég gerði mér að sjálfsögðu sérferð í búð til þess að kaupa tölustafina á kertin. Já það sem maður leggur ekki á sig yfir hátíðarnar.






Thursday, November 28, 2013

Myndasögur #3



Er ekki komin tími á smá blogg hér? 

Próflesturinn er formlega hafin og fyrsta prófið á morgun ! Prófljótan en nú þegar farin að láta á sér kræla en vonandi heldur hún sér í lágmarki þetta árið. 

Ætla nú svosem ekki að vera stórorð um það sem er að ske, heldur láta myndirnar tala sínu máli. 





Laufabrauðsbaksturinn er yfirstaðinn þetta árið og úr urðu 133 kökur


Við mæðgur gerðum okkur glaðan dag þegar mútta kíkti í borgina og fórum á Tapashúsið. Ég reyndar gleymdi flassinu á þessari mynd svo það útskýrir gæðin. 

 Spilakvöld með frábæru fólki ! 

Veit nú ekki hversu góð mynd þetta er, en engu að síður ... 

Við stöllur skiluðum lokaverkefninu okkar á þriðjudaginn og erum hér stoltar mæður þess. 

Ég gat ekki setið á mér í gær og henti í einn aðventukrans, bara svona því ég átti að vera að læra.

Eins og staðan er núna sit ég samt og læri, eða kannski ekki akkúrat núna þar sem ég er að skrifa þetta .... en í kringum það, þá er ég að læra. 

-gm 





Sunday, November 24, 2013

Naglatrix: Hvítari neglur

Þið kannist sennilega flestar við vandamálið sem ég ætla að kenna ykkur að sigrast á hér í þessari færslu. Mér finnst oft eins og naglalakkið liti neglurnar og ég næ því engan veginn af þó svo að ég noti allt heimsins acetone á þær. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta ótrúlega subbulegt og reyni því að forðast þetta ástand eins og heitan eldinn.




Að sjálfsögðu tókst mér að finna auðvelda lausn á þessu vandamáli. Ég stillti Color Show naglalakki upp á myndinni vegna þess að mér finnst sú tegund af naglalökkum lita neglurnar einstaklega mikið. 
Ég var þó bara búin að vera með naglalakkið í smástund áður en þessi myndataka fór fram svo nöglin er nú ekki mjög mikið lituð, enda allt gert í þágu bloggsins. 


Dropi af hvíttunnar tannkremi er sprautað á nöglina og því næst er hún skrúbbuð með tannbursta, notuðum eða nýjum. Ég notaði vitaskuld ekki þann sama og ég nota til þess að bursta tennurnar. Minn er því miður ekki svona flottur. 


Viti menn, þetta svínvirkar! 





Friday, November 22, 2013

Áríðandi tilkynning !



Í gengum árin hef ég leitað af hinum fullkomna maskara.... eða okei ég hef reyndar alltaf bara keypt þann ódýrasta og vonast eftir því að hann sé hinn fullkomni. En nú dömur mínar er hann fundin ! 
Hann heitir They´re Real og er frá ameríska merkinu Benefit. Ég slysaðist til að kaupa einn þegar ég var stödd í London í ágúst og dauðsé eftir því núna að hafa ekki keypt fleiri .... hann nefninlega fæst ekki á Íslandi þessi elska (ekki að mér vitandi).
 Sagan segir reyndar að hann fáist í Sagashop í flugvélum Icelandair en þá þarf maður samt  sem áður að fara úr landi til þess að nálgast hann, svo það er vesen.



Minn kláraðist í gær og í morgun neyddist ég til þess að setja á mig fyrrverandi uppáhaldið Rocket Volume frá Mabyline ... og meira ansdkotans prumpið sem hann er miðað við hinn, ég segi það og skrifa. 

Er ekki einhver sem ég þekki að fara úr landi?

- gm 






Thursday, November 21, 2013

Myndasögur #2

Nokkrar myndir úr mínu margbrotna lífi..




Ætli það sé ekki best að byrja á því að segja ykkur stuttlega söguna á bakvið þessa mynd. Nei, ég ber Grétu vanalega ekki á hestbaki hvert sem við förum þó svo að myndin gefi það til kynna.
Þessa mynd tók snillingurinn Hólmfríður Dagný fyrir grein í Stúdentablaðinu en þar segjum m.a við systur frá blogginu okkar. HÉR má lesa rafræna útgáfu blaðsins en einnig er hægt að næla sér í eintak á háskólasvæðinu.



Um daginn tók ég loksins af skarið og pantaði í fyrsta sinn af Ebay. Þetta naglaglimmer datt svo innum lúguna hjá mér nokkrum dögum síðar og borgaði ég einungis 490 kr. fyrir góssið. Já kostakaup.



Ég verð að sjálfsögðu að sýna ykkur hvernig þetta lítur út á hendi, annað kemur ekki til greina. Ég er svolítið eins og tveggja ára krakki þegar ég naglalakka mig, mér tekst bara engan veginn að halda mér inn fyrir línurnar.



Við systur heimsóttum ömmu um daginn og glugguðum aðeins í uppskriftarbókina hennar þar sem þessi sjón blasti við okkur. Við systur erum að sjálfsögðu 5 ára og grenjuðum úr hlátri. Framhaldið var þó litlu skárra...


Um þetta skulu ekki frekari orð höfð.



Að lokum fáið þið að sjá eldhúskrukkuna góðu. Í þessari krukku er að finna hinar ýmsu hugmyndir af kvöldmat ef maður skyldi verða alveg tómur í hausnum. Í dag ríkti einmitt slíkt ástand og krukkan góða var dregin fram. Ég vil þó benda á að ég ber enga ábyrgð á stórglæsilegu myndskreytingunum sem fylgja sumum hugmyndunum, meðleigjandinn ber alla ábyrgð á þeim.











Tuesday, November 19, 2013

Shop K

Eins og sum ykkar kannski vita þá rek ég mér til skemmtunnar litla netverslun sem heitir Shop K. Þar er úrval af fallegu skarti á góðu verði. Mig langaði bara að sýna ykkur nokkrar myndir af nýju vörunum sem voru að detta í hús! Ég dró greyið meðleigjandann út í smá myndatöku því mér finnst skemmtilegra að sýna fólki hvernig hálsmenin líta út á hálsi. Mæli með að kíkja á úrvalið, tilvalið í jólapakkana!













Sunday, November 17, 2013

Uppáhalds trend

Þið afsakið vonandi bloggleysið um helgina kæru lesendur en helgin er aðallega búin að fara í veikindi, allavega hjá þessum helming systratangósins, nýjustu fregnir herma að hinn helmingurinn sé enn við hestaheilsu. Elsku mamma okkar kom þó í bæinn yfir helgina og við eyddum mestallri helginni því með henni.


Við mæðgur skelltum okkur á Tapashúsið á föstudaginn sem var geggjað. Ég vil þó benda á það að mamma er ekki alveg svona hvíta greyið, flassið er eitthvað að stríða henni hér.


Laugardagurinn fór svo í það að skera út laufabrauð hjá afa og ömmu en amma býr alltaf til sitt eigið laufabrauð á hverju ári. Það er þó skemmst frá því að segja að fljótlega eftir þessa myndatöku rak amma greyið afa úr útskurðarstörfum, sennilega fyrir að vera ekki nógu hugmyndaríkur í mynstravali.

Mig langaði þó mest til þess að nýta þessa færslu í að segja ykkur frá uppáhalds trendinu mínu þessi misserin; scrunchies. Það vita sennilega allar stelpur sem horft hafa á Sex and the City hvað scrunchie er. Mér finnst svo ótrúlega flott að vera með fallega stóra teygju í hárinu, það poppar svo sannarlega upp á dressin svona í vetrarhretinu.


Ég er að sjálfsögðu búin að tryggja mér nokkrar og hér má sjá brot af þeim. Gulu teygjuna fékk ég í Vila fyrir svolitlu síðan en hinar tvær fást í Gallerí 17. 

Næst á dagskrá er þó klárlega að búa til mínar eigin hér heima, enda auðvelt og nytsamlegt DIY. Fyrir áhugasama má HÉR skoða leiðbeiningar um hvernig skal búa þessar hárteygjur til. Ég var þó að reka augun í það að maður þarf að kunna að þræða saumavél til að framkvæma þetta verkefni. Jæja, ég held þá bara áfram að kaupa mínar. 





Thursday, November 14, 2013

Hrökkbrauð for dummies

Já hér er enn ein uppskriftin handa ykkur kæru lesendur, þið verðið bara að stoppa mig af ef þið eruð orðin leið á þeim! Þessa hrökkbrauðsuppskrift fékk ég í fjölskylduboði fyrr í vetur og baka það orðið nánast í hverri viku. Uppskriftin er sáraeinföld og hrökkbrauðið er ótrúlega gott, ég borða það vanalega bara eitt og sér en það skemmir ekki fyrir að setja eitthvað á það. 

Í uppskriftina þarf eftirfarandi:

1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 og 1/2 dl spelthveiti
1 og 1/4 dl olía (ég nota extra virgin ólífuolíu)
2 dl vatn
2 tsk salt




Ágætt er að byrja á því að blanda þurrefnunum létt saman í skál. Á myndina vantar þó saltið en það er bara vegna þess að ég nennti ekki að þrífa það líka af eldhúsbekknum eftir þessa ágætu myndatöku.


Svona líta þurrefnin svo út blönduð saman fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Restinni af hráefnunum er svo skellt útí skálina og öllu blandað saman með sleif. ATH. Ég set aldrei allt vatnið sem segir til um í uppskriftinni því deigið má alls ekki vera of blautt. Best er að byrja á 1 dl vatni og bæta svo meiru við ef þess þarf.


Deiginu er svo skipt nokkurnvegin í helminga og sett á sitthvora bökunarplötuna.


Síðan er bökunarpappír skellt yfir deigið og það flatt út með kökukefli þar til það er orðið örþunnt. Ég kaus að nota þessa flösku frekar við aðgerðirnar enda talsvert vanari að meðhöndla vodkaflöskur en kökukefli. 


Best er svo að skera deigið í bita áður en það er bakað, það er þó líka hægt að brjóta það niður í bita eftir bökun. Plötunum er svo skellt inn í 200 gráðu heitan ofn, 180 fyrir blástursofna, í 10-15 mínútur eða þar til hrökkbrauðið er orðið stökkt. 


Ótrúlega einfalt og fljótlegt eins og þið sjáið og ekki skemmir fyrir hvað þetta er hollt. Fyrir þá sem vilja þá er líka gott að skella smá sjávarsalti yfir áður en deigið fer inní ofn eða þá að setja smá rifinn mozarellaost yfir um leið og hrökkbrauðið er komið úr ofninum. Nammi!











Wednesday, November 13, 2013

Með tár á hvarmi ...



Já stundum gæti ég grátið yfir því hversu falleg föt Topshop hefur uppá að bjóða. Það ristir mig því djúpt þegar þær í búðinni "pósta" myndum af ýmsu fíneríi sem ég hef bara engan vegin efni á. Það risti þó enn dýpra þegar mér  bárust þær frengir að 20% afsláttur yrði af ÖLLU á morgun , og ég hef samt ekki efni á því ! 

Why god .... WHY ! 




Kveð með tárum

-gm


Tuesday, November 12, 2013

Um daginn ...




Svona var maður lekker um daginn ! 


Jakki - Topshop
Skór - Kaupfélagið
Hálsmen - Shop K 


-gm

Monday, November 11, 2013

Myndasögur

Myndir úr daglegu lífi mínu síðustu daga..



Ég hef aðeins tvisvar sinnum hætt mér útúr húsi fyrir kl. 8 að morgni til síðan ég fluttist í borgina enda persónulega hrifin af fáu sem á sér stað svona snemma dags. Í fyrra skiptið skellti ég mér í frítt andlitsbað á vegum Snyrtiakademíunar og í seinna skiptið fór ég í fría klippingu og litun í Tækniskólanum. Niðurstaðan er því sú að ég fer ekki sjálfviljug á fætur fyrir hádegi nema um frítt dekur sé að ræða.


Amma og afi eru í algjöru uppáhaldi. Þeim finnst sennilega fátt skemmtilegra en að hitta börnin og barnabörnin og því mætum við þeirra sem búum í borginni alltaf í kaffi til þeirra á sunnudögum. Eins og þið sjáið þá býður amma sko ekki upp á neitt slor.


Fyrir um það bil viku síðan ákvað ég að gefa kortinu mínu smá pásu og það virkaði svo helvíti vel að ég eyddi engum pening fyrr en ég þurfti nauðsynlega að fara í apótek á fimmtudaginn síðasta. Um leið og ég hafði rifið kortið niður gekk mér erfiðlega að hafa það kyrrt í veskinu og því endaði þessi kápa heim með mér. Þetta voru þó nauðsynjakaup þar sem úlpan mín góða er öll í henglum og ég týni reglulega hlutum inní henni vegna fjölda gata í vösum.
Ég luma þó á öðru sparnaðarráði sem ég ætla að deila með ykkur bráðum.


Við meðleigjendurnir trítuðum okkur með smá Valdís í lærdómspásu um daginn. Við vorum reyndar ekkert að læra. Og vorum nýbúnar að borða kvöldmat en það er önnur saga..


Ég er stundum góð systir og passa systkini mín endrum og eins. Vala systir var í heimsókn á föstudaginn og fékk smá manicure. Þegar hún fékk að sjá hið forláta naglalakkssafn Leirunnar tjáði hún mér að ég væri sjúk. Ég veit upp á mig sökina.
Vala er auðsjáanlega mikill hugsuður og valdi naglalakkið sem sést á myndinni sko ekki af handahófi! Aðspurð sagðist hún hafa fengið innblásturinn úr bíómynd sem hún hafði nýlega séð. Þegar ég segi bíómynd meina ég augljóslega stórmyndina Despicable Me 2 og þegar ég segi nýlega þá á ég við hálftíma áður en naglalökkunin átti sér stað.


Þessa snilld sá ég í Megastore um daginn og stóðst auðvitað ekki mátið. Nogstalgían hvarf þó fljótt þegar ég uppgötvaði að það voru engin tattoo í pakkanum, einungis ljótir límmiðar. 


Að lokum fáið þið svo mynd af vinsælasta hádegismatnum á þessu heimili, tortillupizzu. Pizzasósu, áleggi og osti er hent á tortillu og hún fer svo inn í ofn þar til osturinn er orðin girnó, hollt og gott! Nema ekki hollt, bara gott.