Pages

Sunday, November 3, 2013

Sparnaðarráð

Í dag hitti ég systir mína eftir talsverðan aðskilnað, hún er búin að vera að vinna í lokaverkefninu sínu síðustu vikur og því höfum við ekki mikið hisst. Við hittumst semsagt í stutta stund í dag og á þeim tíma tókst henni að koma inn hjá mér samviskubiti gagnvart eyðslu minni undanfarið.
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef verið ansi dugleg að stauja kortið síðan ég flutti suður og hef því ákveðið að setja sjálfa mig í eyðslubann. Mig langaði því að deila með ykkur sparnaðarráðinu sem ég hrinti í framkvæmd núna fyrr í dag.


Í þessa aðgerð þarf aðeins tvennt: kortið/in þitt/þín og teip.




Já þið sjáið kannski fyrir ykkur hvað ég gerði og það er alveg rétt hjá ykkur, ég teipaði kortið mitt niður svo ég ætti ekki eins auðvelt með að grípa það með mér á leiðinni út. Ég veit ekki með ykkur en ég nenni ekki að fara að kroppa upp mörg lög af teipi þegar ég er á hraðferð.


Eins og glöggir sjá hvílir kortið mitt nú hér um óákveðin tíma. Mér datt þó ekki í hug að fara fyrst í hraðbanka og taka út smá pening áður en stundarbrjálæðið greip mig svo ég verð víst bara að læra að lifa á loftinu einu saman.




3 comments:

  1. já það er komin tími til að þú hugsir þinn gang !!

    ReplyDelete
  2. HAHA gott ráð. Klassískt er líka að taka út pening, maður er miklu nískari með lausan pening!

    ReplyDelete