Pages

Thursday, November 21, 2013

Myndasögur #2

Nokkrar myndir úr mínu margbrotna lífi..




Ætli það sé ekki best að byrja á því að segja ykkur stuttlega söguna á bakvið þessa mynd. Nei, ég ber Grétu vanalega ekki á hestbaki hvert sem við förum þó svo að myndin gefi það til kynna.
Þessa mynd tók snillingurinn Hólmfríður Dagný fyrir grein í Stúdentablaðinu en þar segjum m.a við systur frá blogginu okkar. HÉR má lesa rafræna útgáfu blaðsins en einnig er hægt að næla sér í eintak á háskólasvæðinu.



Um daginn tók ég loksins af skarið og pantaði í fyrsta sinn af Ebay. Þetta naglaglimmer datt svo innum lúguna hjá mér nokkrum dögum síðar og borgaði ég einungis 490 kr. fyrir góssið. Já kostakaup.



Ég verð að sjálfsögðu að sýna ykkur hvernig þetta lítur út á hendi, annað kemur ekki til greina. Ég er svolítið eins og tveggja ára krakki þegar ég naglalakka mig, mér tekst bara engan veginn að halda mér inn fyrir línurnar.



Við systur heimsóttum ömmu um daginn og glugguðum aðeins í uppskriftarbókina hennar þar sem þessi sjón blasti við okkur. Við systur erum að sjálfsögðu 5 ára og grenjuðum úr hlátri. Framhaldið var þó litlu skárra...


Um þetta skulu ekki frekari orð höfð.



Að lokum fáið þið að sjá eldhúskrukkuna góðu. Í þessari krukku er að finna hinar ýmsu hugmyndir af kvöldmat ef maður skyldi verða alveg tómur í hausnum. Í dag ríkti einmitt slíkt ástand og krukkan góða var dregin fram. Ég vil þó benda á að ég ber enga ábyrgð á stórglæsilegu myndskreytingunum sem fylgja sumum hugmyndunum, meðleigjandinn ber alla ábyrgð á þeim.











No comments:

Post a Comment