Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist enda ólst ég upp á heimili þar sem nánast alltaf var einhver tónlist í gangi, við systur höfum því alla tíð verið mjög tónelskar og hlustum á mjög fjölbreytta tónlist.
Ég get eytt heilu tímunum ein með headphones í eyrunum að uppgötva nýja tónlist, það er fátt sem mér finnst skemmtilegra. Það kom sér því mjög vel þegar góð vinkona mín sagði mér frá tónlistarsíðunni 8tracks. Á síðunni er að finna fjöldann allan af playlistum sem notendur síðunnar hafa búið til fyrir aðra að njóta, það þarf ekki að vera notandi af síðunni til að hlusta en það er þó frítt.
Þessi síða er algjör snilld vegna þess að þú getur leitað af playlistum sem henta þér eftir ákveðnum "töggum", eins og má sjá á myndinni hér að ofan. Töggin skipta hundruðum og hægt er að nota fleiri en eitt tagg í einu, því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég nota síðuna mjög mikið td. þegar ég er að læra og vel mér þá aðallega einhverja þæginlega instrumental playlista, enda oft sem maður vill ekki læra í þögn en á samt erfitt með að einbeita sér við söng.
Ég mæli eindregið með því að allir kynni sér 8tracks og til gamans læt ég hér fylgja með minn uppáhalds lærdómsplaylista, góð nostalgía í bland við lærdóminn er hreinn unaður!
No comments:
Post a Comment