Heil og sæl
Ég hef ákveðið að leggja gömlu síðuna mína niður, enda hef ég ekki uppfært hana síðan í júlí,.... en hingað ætla ég þó að reyna að skella inn nokkrum færslum af og til. Okkur systrum datt í hug að skella í eitt blogg saman, en hún er nú flutt hingað í borg óttans....meira segja í Breiðholtið.
Það mun þó eflaust heyrast lítið í mér það sem eftir lifir þessa mánaðar þar sem að skil á lokaverkefninu mínu eru í höfn...nánar tiltekið þann 1. nóvember (guð hjálpi mér)
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og vona að þið hafið gaman að þessari hugdettu okkar systra.
![]() |
Læt eina gamla og góða af okkur systrum fylgja |
-gm
No comments:
Post a Comment