Pages

Tuesday, May 27, 2014

Myndasögur #5

Þessa dagana er hversdagsmyndaleikurinn að tröllríða öllu á facebook. Það hlaut að koma að því að einhver skoraði á mig en þar sem mér finnst þetta orðin fremur þreyttur leikur þá ætla ég að sleppa honum. Í staðin fáið þið nokkrar myndir hér frá síðustu dögum og vikum í mínu lífi. Bæði hversdags og ekki.


Við feðgin skelltum okkur í göngutúr upp að Helgustaðanámu seinnipartinn í dag í blíðunni.



Ég sá ægilega sniðugt myndband á instagram um daginn sem sýndi, að því er virtist, mjög auðvelt trix til að lakka neglurnar á flottan hátt. Þetta var asentonað af nöglunum strax eftir myndatökuna. 
Einfalt mæ ass.


Þetta gerðist um daginn. Nú er betra að fara að vara sig á því hvað fer í history.


Ég skellti mér á Eurovision um daginn. Áfram Ísland!


Skoðanir fólks á sigurlaginu eru jafn misjafnar og þær eru margar. Ég var þó ánægð með sigurinn enda bæði lagið og söngkonan flott. Burtu með fordóma!


Ég gerði alveg svolítið af því að naglalakka mig í maímánuði.


Það er ekki tekið út með sældinni að vinna í álveri yfir sumarmánuðina. Mælirinn sýndi 27 gráður síðustu helgi. Þetta verður sveitt sumar. 


Að lokum er hér mynd af nýlegum kaupum. Augnskuggar og sumarlegur kimonojakki. Ekki skemmdi fyrir að þetta var sá síðasti í búðinni og fékkst því á gjafaprís.

Fyrir áhugasama má finna mig á Instagram undir @kristveiglilja. 
Þar kennir ýmissa grasa en þar má meðal annars finna mikið af naglalakks og eurovision myndum. Fyrir þá sem hafa gaman af svoleiðis fíflaskap er um að gera að ýta á follow.







No comments:

Post a Comment