Pages

Thursday, December 5, 2013

Jákvæðni

Nú þegar bloggmenningin er að ryðja sér til rúms á ný finnst mér einstaklega áberandi hvað bloggarar eru jákvæðir. Allt er dásamlegt og allir svo yndislega elskulegir. 
Ég veit ekki með ykkur en stundum finnst mér þetta bara of mikið af hinu góða. Ég fer allavega reglulega í fýlu og pirra mig á ótrúlegustu hlutum. Stundum er allt bara svo pirrandi. Dagurinn í dag var til dæmis ekki tekin á bleiku skýi. Í fyrsta lagi þurfti ég að vakna í morgun. Fyrir hádegi. Það boðar aldrei gott. 
Hér má sjá nokkur pirrandi dæmi úr hversdagslífinu. Það er sko ekkert yndislega elskulegt við þetta...


ÞETTA
Þegar maður er búin að puða við það að skafa allann bílinn, sest inn í hann og sér að þar bíður meira frost til að skafa. Hvers á maður að gjalda.

ÞETTA
Flestar kynsystur mínar kannast sennilega við rafmagnaða hárið sem fylgir bévítans frostinu. Tímabundin lausn við þessu er að strjúka yfir hárið þegar nýbúið er að smyrja handáburði á lúkurnar. Einnig hefur hinn stjórnandi bloggsins góða reynslu af því að spreyja hreinsiúðanum Leysigeisla yfir hárið á erfiðum tímum. Ég þori þó ekki að fara með það hversu gott það er fyrir hárið.

ÞETTA

ÞETTA
Í dag var svo kalt í íbúðinni að rúðurnar voru frostlegnar að innan. Oj.

ÞETTA
Hér eru engin orð þörf.

ÞETTA

ÞETTA
Mér ætlar bara ekki að takast að lakka bara neglurnar. Það á þó víst að virka að gluða smá vaselíni meðfram nöglunum en ég nenni nú ekki að standa í því.




EKKI ÞETTA
 Ljósið í myrkri dagsins var þó óvænt Hagkaupsferð þar sem mér tókst að næla mér í 3 lökk úr jólalínu OPI. Þegar ég segi óvænt ferð þá meina ég að sjálfsögðu að þetta var löngu fyrirfram ákveðin verslunarferð. Ég ætlaði þó bara að kaupa eitt naglalakk en gat ómögulega valið á milli. 

No comments:

Post a Comment