Pages

Tuesday, December 17, 2013

Uglusýki



Undanfarið hef ég þróað með mér mikla uglusýki og tekist að sanka að mér uglueftirlíkingum í hinum ýmsu myndum. Ég kýs að kenna stjúpmóður minni alfarið um þetta blæti en heima hjá sér hefur hún að geyma allskyns uglur í tugatali, ég held hún viti ekki sjálf hversu margar þær eru. 
Ég er orðin litlu skárri og er búin að takast að koma nokkrum uglum fyrir hér og þar á mínu heimili, enda eru þær með eindæmum fallegar. 



Það mætti segja að sýkin hafi hafist þegar ég sá fyrst myndirnar hjá Heiddddddinstagram og varð að sjálfsögðu að gefa mér eina slíka í afmælisgjöf ásamt öðru. Maður kaupir nú ekki bara eina afmælisgjöf handa sjálfum sér. 


Þetta þríeyki eignaðist ég svo í gær. Já það er sko lífshættulegt að vinna í verzlun sem selur svona gersemar. Ég er ansi hrædd um að ég fái ekki krónu útborgaða fyrir þessa vinnu. En það skiptir nú ekki máli þegar maður á svona fallegar uglur. 


Já launin mín fengu sko líka að bitna á þessum. 690 kr. í mínus fyrir þessar elskur. 


Það sem átti svo að vera saklaus afmælisgjafa leiðangur endaði á því að vera innkaupaferð fyrir sjálfa mig. Ég gat bara ekki með nokkru móti hugsað til þess að skilja þessa lokka eftir í búðinni og eru búnir að vera í eyrunum uppá hvern einasta dag síðan þeir voru keyptir. 


Já, þessi er líka keypt í Fakó eins og flest allt sem ég fjárfesti í þessa dagana. Þessi er til í gráu og svörtu og fæst fyrir aðeins 1400 kr. Gjöf en ekki gjald. 


Síðast en ekki síst fékk ég þetta fallega hulstur inn um lúguna í síðustu viku eftir langa bið. Ó elsku Ebay snilldin. 












1 comment:

  1. Haha ó hvað ég skil þig! Ég keypti mér voða sætar hvítar uglur í Ilva fyrir stuttu, hræódýrar. Mæli með að kíkja þangað í Uglu-leiðangur :) Skemmtilegt að lesa bloggið hjá ykkur systrum :)

    ReplyDelete