Pages

Friday, November 8, 2013

Fakó verzlun

Fakó verzlun er lítil búð sem selur fallegar heimilisvörur og er staðsett á Laugavegi 37. Ég kíkti fyrst þangað fyrir viku síðan eftir að hafa fengið ábendingu um hana enda er ég mikil áhugamanneskja um fallega heimilishönnun. Ég fór að sjálfsögðu ekki tómhent þaðan út en reyndi að hafa hemil á mér og keypti því bara einn kertastjaka, meðleigjandanum til mikillar ánægju..


Svo skemmdi nú ekki fyrir hvað hún var á góðu verði, 1400 kr. stykkið!



Við systur kíktum svo í búðina aftur í gær þar sem Gréta var svo heppin að vinna smá glaðning frá þeim fyrir að vera sú 1000 sem like-aði facebook síðuna þeirra og við ákváðum að nýta tækifærið og taka nokkrar myndir í þessari huggulegu verzlun. Í glaðning fékk hún gæða kaffi, kaffisíróp og súkkulaði frá danska snillingnum Nicolas Vahé svo ég hvet gesti og gangandi til þess að kíkja í heimsókn til hennar á næstunni!

Það fæst einmitt fjöldinn allur af vörum frá Nicolas Vahé í Fakó og eru það tilvaldar tækifærisgjafir. 
Fakó selur svo meðal annars vörur frá hinum danska House Doctor og Sia sem eru ótrúlega fallegar og á mjög góðu verði. Leyfum bara myndunum að tala sínu máli.







Hægt er að kaupa þessar sniðugu krítartöflur í nokkrum stærðum en þær eru límdar beint á vegg.





Einnig eru komnar nokkrar jólavörur í verzlunina fyrir áhugasama. Gréta stóðst ekki mátið og keypti vasann sem sést fyrir miðju hér á neðstu myndinni, góð kaup!

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessi verzlun algjör snilld og á örugglega eftir að þvælast þangað nokkrum sinnum í viðbót. Við hvetjum alla til þess að kíkja á þennan nýja demant á Laugaveginum eða þá að skoða facebook síðu þeirra.

Gleðilegan föstudag!










No comments:

Post a Comment