Pages

Thursday, January 23, 2014

Þurrt naglalakk á nokkrum sekúndum?

Ég er ein af þeim sem er óskaplega óþolinmóð og er oftar en ekki með nuddað naglalakk á mér vegna þess að ég bara einfaldlega nenni ekki að bíða eftir því að það þorni almennilega. Fyrir nokkru síðan uppgötvaði ég þó það snilldar ráð að spreyja góðum slurki af cooking sprey-i á neglurnar til þess að þurrka lakkið fyrr.
Mömmu gömlu féllust þó hendur þegar hún las færsluna góðu um cooking sprey-ið og fannst ekki ásættanlegt að eiga dóttur sem notaðist við slík ráð. Hún var því svo góð að gefa mér sérstakt sprey sem flýtir fyrir þornun naglalakks. Ekki vissi ég einu sinni að það væri til.


Spreyið góða er frá snyrtivörumerkinu FM og er það selt hjá sjálfstæðum aðilum. 

Nokkrar staðreyndir um spreyið:

1. Flýtir fyrir þornun naglalakks
2. Verndar lakkið gegn skrámum og rispum
3. Gefur fallegan gljáa og dregur fram litinn á lakkinu
4. Þurrkar ekki naglaböndin
5. Gufar fljótt upp og klístrar ekki


Hér er ég svo búin að spreyja góðum slurk á nöglina. Eins og glöggir sjá er ekki eins mikil olía í þessu og cooking spreyi og því ekki nauðsynlegt að þvo hendurnar strax á eftir. Ég spreyja oftast bara einu sinni á hverja nögl sem er alveg meira en nóg. 
Ég hef notað þetta sprey í um 2 mánuði núna með hrikalega góðum árangri og mæli því hiklaust með þessu fyrir allar óþolinmóðu vinkonur mínar þarna úti. 
Vonandi hjálpar þetta einhverjum!

HÉR er hægt að kaupa spreyið og kostar það litlar 1790 kr. 




No comments:

Post a Comment