Pages

Saturday, January 18, 2014

Home Details: Svona bý ég

Á síðasta ári tók ég ákvörðun um það að flytja suður. Sú ákvörðun var tekin í miklu skyndi og henni fylgdi því mikið stress, aðallega hvað varðaði væntanlega búsetu mína en á tímabili leit allt út fyrir að ég  yrði úti á götum borgarinnar. 
Lukkulega hefur systir mín ráð undir rifi hverju og kom mér inn hjá mágkonu sinni. Mágkonuna hafði ég einungis hitt einu sinni áður en ég flutti inn til hennar og 2 ára sonar hennar. Sú ákvörðun kom sennilega öllum mínum nánustu á óvart þar sem ég er ekki beint þekkt fyrir að vera nein barnagæla. Litli maðurinn hefur þó alveg sigrað mig og við erum oftast bestu vinir. 
Hér eru nokkrar myndir af mínum uppáhalds hlutum á okkar heimili.
Njótið vel!













No comments:

Post a Comment