Pages

Thursday, January 30, 2014

Kvöldsnarl

Í dag fór ég í mína fyrstu ferð í Heilsuhúsið. Ég get nú ekki sagt að ég hafi héðan af verið mikill aðdáandi lífræns lífstíls þó svo að maður mætti alveg tileinka sér það endrum og eins. Þar sem ég var eini viðskiptavinurinn reyndi ég að sýna afgreiðsludömunum ekki hneykslunarsvipinn á mér þegar ég sá að ferna af möndlumjólk kostaði heilar 1000 kr. Ég bý hana frekar til sjálf. Í snarhasti greip ég með mér það sem mig vantaði og kom mér yfir í næstu búð. 
Ég ætla þó ekki að fara að prísa yfir ykkur um heilsusamlegan lífstíl og ágæti þess að borða lífrænt þar sem það hvarflar ábyggilega að fleirum en mér þegar ég háma í mig einhverju dísætu og söltu.
Ég ákvað að prufa uppskrift af heilsusamlegri bolla-brownie og deila henni með ykkur ef fleiri áhugasamir væru þarna úti. 


1 væn skeið súkkulaðiprótein
1/2 matskeið kakó
1/2 teskeið lyftiduft
1/2 matskeið kókoshveiti
Slurkur af sætuefni að eigin vali
1/4 bolli af möndlumjólk eða vatni


Öllu blandað vel saman með handafli. Útlitið minnir eilítið á Royal búðing.


Deiginu er svo skellt í bolla eða grunna skál. Betra er að nota grunnan bolla, sá sem ég notaði var kannski full stór


Inní örbylgjuna í 25-35 sekúndur. Kakan gæti hæglega brunnið við ef hún er höfð mikið lengur inni.


Flóknara er það ekki! Úr varð hin fínasta súkkulaði bollakaka með kókoshnetukeim. Mæli með að þið prufið ef sætindaþörfin er alveg að fara með ykkur, enda nennir enginn út í þetta veður að kaupa sér snakk.

Uppskriftin er héðan





1 comment:

  1. Ég fór reyndar út og keypti mér vestubæjarbragðaref - ég er óstöðvandi þegar kemur að sætindaþörf..

    ReplyDelete