Pages

Saturday, December 28, 2013

Myndasögur #4



Þið hélduð kannski að við systur værum dauðar úr öllum æðum en það er fjarri öllum sannleika. Raunin er sú að mikið hefur verið um lærdóm og vinnu undanfarið og því lítið um tíma til þess að blogga, við lofum þó að snúa tvíefldar til baka á næstu misserum. 
Þessi ágæta jólamyndataka átti sér stað á aðfangadagskvöld en þennan mannháa poka fengum við til þess að bera hluta af gjöfum okkar systra.


Þetta ágæta yatzi fékk ég í Secret Santa leik sem við vinkonurnar höfðum fyrir jólin og vakti það vægast sagt mikla lukku. Þegar þessi mynd er tekin var ég að spila minn fjórða Yatzileik það kvöldið. Já það var laugardagskvöld.



Um daginn útskrifaðist minn elskulegi meðleigjandi og í framhaldi af því var veisla heima hjá okkur. Katla kynnti mig fyrir öllum sem vildu heyra sem sambýliskonu sína og ég sem þekkti engann í veislunni og hafði því bara setið hjá bollunni allt kvöldið jánkaði því bara. Það þarf því eflaust að leiðrétta þennan smá misskilning fyrir allnokkra vini og vandamenn "sambýliskonu" minnar.


Flestir Íslendingar bjóða jólin velkomin með því að fá sér skötu og saltfisk á þorláksmessu en ég legg mér nú ekki slíkt til munns. Fyrir mína parta koma engin jól nema borðuð sé pizza 23. desember og svona var því kvöldmaturinn þann daginn.


Þorláksmessa var þó ekki einungis gleðileg því elsku gullvagninn minn endaði svona eftir daginn. Ég tek þó fram að ég var fjarri góðu gamni þegar þetta átti sér stað enda var bíllinn í láni á meðan ég var í vinnu. Það er þó fyrir öllu að allir sluppu ómeiddir. Og ég þarf ekkert að borga..


Kvöldinu verður svo eitt í Harry Potter hálfmaraþon. Já það er sko ljúft að vera í jólafríi, njótið!






No comments:

Post a Comment