Nú þegar jólahátíðin er á næsta leiti á fólk það svolítið til að spreða meira en það ætlar sér. Ég tala sjálf af reynslu enda oftast sem ég fer í jólagjafaleiðangur og enda með því að gefa sjálfri mér 5 jólagjafir í hverri ferð. Veit ekki hvort fleiri glími við þetta vandamál. Það þarf allavega engann snilling til þess að sjá að þetta gæti auðveldlega komið manni á hausinn.
Mér fannst því tilvalið að deila með ykkur öðru sparnaðarráði. Ég mæli þó með því að þið farið í hraðbanka og takið út pening áður en þið hrindið sparnaðinum í framkvæmd.
Þetta sparnaðarráð er jafn auðvelt og það síðasta. Í verkið þarf aðeins 4 hluti. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.
Í verkið þarf plastbox, vatn og greiðslukort að eigin vali, þó ekki eitthvað sem er aldrei í notkun.
Já þetta skýrir sig nokkurn veginn sjálft. Boxinu er svo lokað og því stungið inn í frysti. Þeir sem eiga ekki frysti geta því miður ekki nýtt sér þetta ráð og verða því að leita annarra leiða í sparnaði að þessu sinni.
Eins og þið sjáið er ekki beint auðveld að nálgast kortið í fljótu bragði svo þetta er snilldar ráð fyrir þá sem eiga það til að grípa með sér kortið á leið út. Ekki myndi ég allavega stinga ísmola í vasann á leið út úr húsi, en hver verður að dæma fyrir sig.
Eini gallinn er sá að kortið sekkur á botninn, betra væri að hafa það í miðjunni. Ef einhver lumar á ráði við þessu þá væri það kærkomið ef viðkomandi væri til í að deila því með restinni af okkur.
Vonandi nýtist þetta ráð ykkur vel um hátíðarnar og þið eigið gleðileg og sparnaðarsöm jól!
hahaha þú ert met!!!
ReplyDeleteSetja botnfylli af vatni og frysta. Svo leggja kortið ofan á, bæta vatni við og frysta aftur ;)
ReplyDeleteJá auðvitað hefði ég átt að gera það! Þú ert snilli :)
Delete