Pages

Tuesday, February 11, 2014

Þátta árátta

Ég er ein af þeim sem hefur einstaklega gaman af því að horfa á hina ýmsu þætti. Einstaka sinnum læðist ein og ein kvikmynd inn á milli en oftast eru það þættirnir sem eiga hug minn allan. Kannski meira en góðu hófi gegnir. Ég veit ekki hvort ég er sú eina en ég eyði sífellt meiri tíma í það að leita mér  að spennandi þáttum til að bæta við þó þéttskipaða dagskránna.

Þið megið endilega benda mér á þætti sem koma út á auðu dögunum. Það má alltaf á sig blómum bæta.

Ég hef þó tamið með mér þann ósið að ég horfi sjaldnast á þættina þó þeir séu í gangi í tölvunni. Ég er orðin nokkuð sannfærð um að ég sé haldin athyglisbrest af einhverju tagi þar sem ég get aldrei horft á þátt án þess að hafa eitthvað annað fyrir stafni á meðan. Oftar en ekki naglalakka ég mig. Stundum leysi ég Sudoku þrautir eins og ég fái borgað fyrir það. Ætli næsta mál á dagskrá sé ekki að læra að prjóna. Hverskonar sauma og prjónaskapur hefur þó alltaf vafist fyrir mér en ég hlýt að geta googlað þetta.


Jújú, ég á það þó til að líta upp á tölvuskjáinn til þess að sjá hvað er að gerast. Svona á milli þess sem ég brýt heilann yfir stærðfræðiþrautum. Mínir allra uppáhalds þættir eru án efa Shameless með þeim Emmy Rossum og William H. Macy í aðalhlutverkum. Svartur húmor með dass að drama. Klikkar ekki í mínum bókum. Hver er ykkar uppáhalds þáttur?


4 comments:

  1. Hvar geriru svona sniðugt dagatal?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég nota episodecalendar.com til að halda utan um þættina mína, einfalt og algjör snilld :)

      Delete
  2. Shameless eru bara bestir. Og Scandal, horfðu á það strax ef þú ert ekki byrjuð nú þegar!

    Kv. Andrea þáttasérfræðingur.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Að sjálfsögðu er ég nú þegar búin að horfa á allt útefið Scandal, þekkirðu mig ekkert?

      Delete