Pages

Friday, February 7, 2014

Föstudagsmyndir


Jæja nú verð ég að fara gefa mér meiri tíma í að henda inn einhverju skemmtilegu hér á síðuna, í þetta sinn ætla ég þó einungis að birta nokkrar myndir , vona að það falli í kramið á þessum fallega föstudegi.


Við systur kampakátar á áramótunum

Þetta matreiddi ég á bóndadaginn handa ástmanninum, já ég veit þetta lítur ekkert mjög girnilega út , en ég reyndi þó ! PS: mamma bakaði samt pizzusnúðana

Ég fór á elsku Reyðarfjörð og fékk sting í magan af söknuði, það er held ég skylda að taka eina mynd af Hádegisfjallinu þegar maður fer austur.

Okei , ég fór í bjórskólann ! ALGJÖR snilld, mæli svo sannarlega með þessu, líka fyrir stelpur, ekki bara miðaldra karlmenn, en meginþorri bekkjarins flokkaðist þar undir.

Við skelltum okkur eins og vanalega á Útsvarið, en gerum það eflaust ekki aftur á næstunni


Spilakvöld með ljúflingum

Afi gamli er bara svo flotturáþví

Bjórskólinn ... 

Hitti litla vinkonu mína í fyrsta skipti fyrir austan, þvílíka gullið

Síðast en ekki síst, sjálfpósumynd af mér með NÝJU gleraugun mín , já er svo hamingjusöm með þau og sé eins og enginn sé morgundagurinn. Mikil smekkmanneskja átti þátt í vali mínu á þessum gleraugum :) 


-gm

No comments:

Post a Comment