Pages

Wednesday, February 12, 2014

Lunch beat UN Women


Föstudaginn 14. febrúar næstkomandi stendur UN Women í samstarfi við Lunch Beat og Sónar fyrir Milljarður Rís. Markmiðið er að fá 3000 manns um allt land til þess að dansa í klukkutíma fyrir mannréttindum kvenna. Frítt verður inn á viðburðinn sem hefst klukkan 12 á hádegi í Hörpunni.
Mér finnst þetta frábær og skemmtilegur viðburður og ekki skemmir fyrir að hann er fyrir góðan málstað sem nauðsynlegt er að vekja athygli á. 
Ég ætla allavega að mæta í Hörpuna og dansa mig inn í helgina, hvar verður þú?

Yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert.

Helsta dánarorsök evrópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára er heimilisofbeldi.

Konum er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður Afríku.

Í Brasilíu deyja 10 konur á hverjum degi, eingöngu vegna heimilisofbeldis.


Menn ættu nú ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um eftir að hafa lesið þessa punkta. Mætum, styðjum gott málefni og skemmtum okkur hrikalega vel.
Sjáumst í Hörpu!

HÉR má finna nánari upplýsingar um viðburðinn fyrir áhugasama.

No comments:

Post a Comment