Pages

Tuesday, January 21, 2014

Þrennan: Útsölukaup

Ég gerði sjálfri mér það viljandi að kíkja óvenju sjaldan á útsölurnar í ár, enda þykist ég vera að spara. Ég reyndi jafnframt að hafa alltaf lítinn pening inni á kortinu svo ég færi nú ekki að eyða aleigunni í útsöluvörur. Það ráð virkar þó sjaldnast á mig þar sem ég eyði gjarnan fúlgu fjár á Ebay í skjóli nætur. Svo er að sjálfsögðu of lítið mál að skella sér inn á einkabankann í símanum og bæta aðeins inná.
Ég gerði mér þó sitthvora ferðina í Kringluna og Smáralind og gerði ég þar vægast sagt góð útsölukaup.


Iittala

Eins og svo mjög margir er ég forfallinn Iittala aðdáandi. Það þurfti því ekki að spyrja mig tvisvar þegar ég var beðin um að koma með á útsölu Búsáhalda þar sem allt Iittala merkt var á 20% afslætti. 
Ég gat þó ómögulega valið á milli þessara tveggja Mariskála svo ég tók að sjálfsögðu bara báðar. Litlu mátti muna að ég gripi nokkra múmínbolla með mér í leiðinni en einhvernvegin hefur mér tekist að hemja græðgina.


Hálsmen

Ég tel sjálfri mér statt og stöðugt trú um að mig vanti alltaf ný hálsmen. Enda á ég sennilega ekki nema um 50. Nei okei kannski ekki alveg. Svona 45. 47 með þessum tveimur sem fengu að koma heim með mér úr MOA.


Naglalökk

Ég á að sjálfsögðu ekki nóg af naglalökkum heldur og þessi fjögur urðu því bara að fljóta með mér heim. Ég hafði aldrei áður leyft mér að kaupa naglalakk í Make Up Store, aðallega vegna verðlagningarinnar, en þökk sé útsölunni kostaði hvert stykki aðeins litlar 590. kr. Lánið lék svo aldeilis meira við mig þar sem elsku mamma var með í för og heimtaði hún að fá að borga góssið fyrir naglalakksóðu dótturina. Já mamma er svo sannarlega best.





No comments:

Post a Comment