Pages

Monday, January 27, 2014

Spennan magnast

Euro-nördinn í mér gleðst svo sannarlega yfir því að loksins sé búið að opinbera hluta þeirra laga sem keppast um að komast í keppnina Köben í maí næstkomandi. Það kemur þó sennilega fáum, bæði Euro-nördum og öðrum, á óvart að lögin eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og einhvernvegin á ég erfitt með að trúa því að þetta séu bestu lög þeirra hundraða sem send voru í keppnina. 
Ég er þó samt sem áður spennt og af þeim lögum sem keppa næstkomandi laugardag vona ég að Sverrir Bergmann hreppi hnossið. Hann er bara svo sætur. Með guðdómlega rödd.
Ég lofa jafnframt að breyta ekki blogginu í Eurovision áróður þó svo að tímabilið góða sé runnið upp.

HÉR er hægt að hlusta á lögin fyrir áhugasama. Hvert er ykkar uppáhalds?


Gleðilegt Eurovision!



1 comment:

  1. Finnst þau því miður öll frekar slæm. En ef ég þyrfti að velja ætti ég erfitt með að velja milli Sverris og Vignis.

    ReplyDelete