Pages

Tuesday, January 7, 2014

Þrennan: Uppáhalds snyrtivörur


Þriðjudagsþrennan snýr að þessu sinni að snyrtivörum. Ég á það til að kaupa mér ógrynni af snyrtivörum sem ég nota svo ekki nema 1-2 sinnum. Hér fáið þið því að sjá 3 af þeim snyrtivörum sem sluppu í gegnum síuna hjá mér og eru brúkaðar dags daglega. Allavega þá daga sem ég nenni að setja upp andlitið. 



Brow Drama - Maybelline

Þetta augabrúnagel hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og svo slæmt var ástandið að varan seldist upp hjá byrgja fyrir jól og því urðu flestar konur landsins að halda sig á innandyra á milli jóla og nýárs svo ekki sæist til þeirra með aðeins hálft andlit. 
Við systur vorum þó svo heppnar að ná að næla okkur í sitthvort eintakið og höfum því ekki haft undan  við að láta sjá okkur meðal almennings undanfarið, enda er maður víst fær í flestan sjó sé maður vopnaður þessari snyrtivöru.
Gelið nota ég helst dagsdaglega því það er einkar náttúrulegt og fínt og hæfir því dagsljósi vel.
Brow Drama fæst meðal annars í Hagkaup og Lyfju.



Photo Finish Primer - Smashbox 

Já þessi vara er sko ekki síðri. Hér er um að ræða farðagrunn sem settur er á andlitið áður en farði er borin á það. Primerinn verndar ekki bara húðina heldur gefur hann líka einstaklega fallega áferð.
Áferðin er svo ómótstæðileg að menn hafa gengið svo langt að spyrja mig á götum úti hvort ég sé photoshoppuð. Nei sú er þó aldeilis ekki raunin, ég á bara svona helvíti góðan primer. 
Smashbox vörurnar góðu fást í Hagkaup.


At Night - Naomi Campbell

Síðast en ekki síst er það svo lífsvöki hverrar konu. Hægt er að eyða heilli lífstíð í leit að rétta ilmvatninu en ég er svo einstaklega heppin að vera búin að finna mitt. Lyktinni get ég eiginlega ekki lýst með orðum, hún er bara hreint ómótstæðileg. Ég mæli með því að allir hendist útí næstu snyrtivöruverslun og sniffið duglega. Þið munuð verða húkkt. 
Þetta ilmvatn og fleiri frá Naomi Campbell fást í Hagkaup.

Hvernig leggst Þrennan í ykkur, er þetta efni í vikulegan lið?
Endilega látið í ljós ykkar skoðun kæru vinir.



6 comments:

  1. Ég styð þennan lið! Er sérstaklega ánægð með þetta snyrtivöru-review, mig vantar eimmitt primer!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég mæli allavega eindregið með þessum primer, hann er allavega sá besti sem ég hef prufað :)

      Delete
  2. Hvar getur maður fengið þessa snilldir sem þið eruð að tala um??

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir ábendinguna Þorbjörg, ég er búin að bæta því inn í færsluna hvar vörurnar fást. Þær fást allar í Hagkaupum en Brow Drama og ilmvatnið ættu líka að fást í Lyfju :)

      Delete
  3. Ókei klár snilld! er kann lítið sem ekkert á snyrtivörur, og því er þetta snilld! beint út í hagkaup:)

    ReplyDelete