Pages

Sunday, February 2, 2014

Af naglalakksblæti


Fyrir nokkrum dögum gerðist ég svo djörf að leggjast í talningu á naglalakkssafninu mínu sem hefur stækkað óðum undanfarið. Óhætt er að segja að talan kom mér á óvart og um stundarkorn skammaðist ég mín fyrir blæti mitt og hversu mikið ég hefði látið undan því. Svo hvarflaði hugur minn af því hvað ég væri heppinn. Það er nú ekki á allra færi að eiga lit fyrir hvern dag ársins. Nei okei, ég á nú ekki alveg svo mörg. 


Ég ákvað þó að fara í bindindi. Mér skyldi takast að kaupa ekki eitt einasta naglalakk þar til í maímánuði. Í dag varð þetta á vegi mínum. Ég þarf sennilega ekki að stafa ofaní ykkur hvernig sú saga endaði.


Það leynast þó ekki aðeins fögur naglalökk í mínum fórum og hef ég all nokkrum sinnum gert mistök í naglalakkskaupum. Þetta ágæta lakk fékk ég í Make Up Store um daginn og heillaðist ég af glansáferðinni í því. Þegar það var komið á neglurnar minnti það þó helst á ákveðna líkamsvessa. Já sæðislitað naglalakk með glansáferð er það. Einstaklega smart. 


Þessa naglalímmiða splæsti ég í á Ebay og hugsaði mér heldur betur gott til glóðarinnar. Miðarnir haldast þó í besta lagi á í klukkustund svo ekki hafa verið mikil not fyrir þá því miður. Það er þó hægt að nýta þá í skemmtilegt naglaföndur. Endilega hafið samband ef þið viljið frá fría rúllu, ég hef lítil að gera við þetta allt saman.



Límmiðarnir eru settir á milli naglalakksumferða til þess að búa til fallegt mynstur. Skemmtileg tilbreyting frá þessu sama gamla. 









No comments:

Post a Comment