Pages

Saturday, February 8, 2014

Lúxusvandamál !


Ég hef átt bíl, sama bíl síðan að ég fékk bílprófið, eða meira að segja áður en ég fékk bílprófið... því ég þorði ekki að taka það strax ! ... Bílinn hefur oftar en ekki látið á sér standa og ég veit ekki hversu mörgum krónum ég hef eytt í viðgerðir á honum. En þó svo að ég bölvi því í hvert skipti sem eitthvað sé að þá get ég ekki án hans verið !

Í gær tók bíllinn minn uppá því að bila, bara sí svona .. nú situr hann í bílastæðinu og á sér enga von, og það sama má segja um mig... ég er gjörsamlega lömuð án hans. Þetta er alveg ótrúlegt lúxusvandamál og setur helgarplönin alveg úr skorðum, að komast á milli staða breyttist á svipstundu í að vera ósköp einfaldur hlutur í einn agalega flókinn (hver ætli geti skutlað mér...ætti ég að læra á strætó...ætli ég geti fengið far hjá þessum.... hvað kostar að taka taxa...á einhver hjól til að lána mér....nei ekki í kjól á hjól....osfrv) 


Það sem ég er búin að mikla þetta bílaleysi fyrir mér og vorkenna mér agalega að vera án hans. Málið er að ég er alltof góðu vön, ég meina ég hef lappir og "the ability to walk", það er strætóskýli rétt hjá heimilinu mínu, ég á hlý föt til útiveru, ég á klink í strætó, ég bý á Íslandi en ekki á Indlandi og get þess vegna verið nokkuð viss um að lifa af strætóferð .... það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir mér... 

...en gvuð hvað ég hlakka samt til að fá bílinn minn aftur :) 


-gm





 

No comments:

Post a Comment