Pages

Friday, February 28, 2014

Hár&fár

Ég hef alla mína tíð verið með frekar sítt hár. Samhliða því hefur fylgt mér mikill ótti við það að klippa á mér hárið, það þarf ekki nema að nefna klippingu og ég er farin að tárast. Ég er nefninlega haldin þeirri kenningu að ég sé ekki með höfuðlagið í það að vera stuttklippt og væri því ekkert annað en ljót með hár sem nær ekki langleiðina niður á rass.
Mér er sérlega minnistætt þegar ég lét eitt sinn klippa 15 cm af hárinu. Ég grenjaði eins og stunginn grís. Mamma hló og ég neitaði að tala við hana í dágóðan tíma. 
Ástandið á heimilinu var því rafmagnað þegar ég tilkynnti henni í gær að ég væri á leið í klippingu. 


Það var þó ekki tekið út með sældinni að vera með allt þetta hár. Það gerðist reglulega að ég lokaði bílhurðinni á hárið á mér, sem er ekki gott fyrir hársára. Einnig eyddi ég löngum tíma í það að toga hárið útúr ermunum eftir að ég var búin að klæða mig í peysu eða jakka. Ég tala nú ekki um hættuna sem fylgir því að fara út úr húsi með allt þetta hár í miklum vindi og sjá ekki útúr augunum. 
Það þarf svo varla að minnast á þann viðbjóð þegar hárið festist undir handakrikanum. Ég geri allavega sterklega ráð fyrir því að ég sé ekki sú eina sem glímt hefur við slæma fylgifiska síða hársins. 


Þetta gerðist svo í morgun þegar ég greiddi í gegnum ljónahárið. Burstinn þoldi augljóslega ekki álagið lengur. Ég tók þessu sem örlögin væru að segja mér eitthvað enda átti ég pantaðan tíma í klippingu klukkustund síðar. 


Af fóru heilir 20 cm og ég hef sjaldan verið jafn ánægð. Allavega enn um sinn. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvort handakrika vandamálið verði enn til staðar eftir breytinguna.

Góða helgi!



1 comment:

  1. haha vá kannast vði þetta með handakrikann…. þarf einmitt að fara í klippingu en held ég tými ekki að taka nema 10cm ca.
    -Agata

    ReplyDelete