Pages

Wednesday, February 19, 2014

Föndurkvöld

Okkur systrum var boðið á föndurkvöld í gærkvöldi þar sem við lærðum að búa til fallegar seríur.
Við erum reyndar hvorugar þekktar fyrir það að vera sérlega handlagnar systur. Mér er enn minnistætt þegar ég var látin vinna sama handavinnuverkefni og krakkar í 4. bekk þegar ég var komin á efsta stig í grunnskóla. 
Seríugerðin er hinsvegar fremur einföld og ætti að vera á allra færi að framkvæma. Við vorum að sjálfsögðu líka með frábæran kennara sem sýndi okkur réttu handtökin.

Nývafðir hnyklar tilbúnir í verkið.


Erfiðasta verkið var án alls vafa að blása upp vatnsblöðrurnar sem nota þurfti í föndrið. 10 stykki á mann voru það. Smá pása er nauðsynleg eftir svoleiðis átök, enda flestir orðnir fremur loftlausir. 

Frekar mikill subbuskapur fylgir þessu ágæta föndri svo við færðum okkur inn í bílskúr til þess að leggja lokahönd á seríurnar.



Svo þarf að bíða í sólarhring meðan límið þornar svo hægt sé að sprengja blöðrurnar og troða seríu inn í kúlurnar.


Svona koma seríurnar svo til með að líta út þegar þær eru tilbúnar. Ég er ótrúlega spennt að fá föndrið í hendurnar svo ég geti fundið góðan stað fyrir seríuna mína. Auðvelt og skemmtilegt föndur sem kemur ótrúlega fallega út.

No comments:

Post a Comment