Pages

Wednesday, February 5, 2014

Stundarbrjálæði

Rétt í þessu reyndi ég að brjótast inn í minn eigin póstkassa. Vopnuð salattöng. Ég gerðist nefninlega svo djörf um daginn að panta mér nokkur naglalökk af Ebay um daginn. Þegar ég segi nokkur á ég að sjálfsögðu við að þau voru 10 talsins. 
Mér til mikillar gleði sá ég svo hvítan miða frá pósthúsinu í póstkassanum þegar ég kom heim úr vinnunni. Hvítu pósthúsmiðunum hefur fjölgað heldur mikið síðan ég flutti inn á heimilið og ég ætlaði sko heldur betur að reyna að komast með þennan óséðan á pósthúsið svo enginn kæmist nú að nýjustu kaupum mínum. Eina vandamálið var að ég hef engann lykil af póstkassanum góða. Ég gerði því það sem hver heilvita manneskja hefði gert..


Það þarf vart að nefna að planið gekk ekki eins og ætla skyldi og helvítis miðinn situr enn fastur í póstkassanum. Heppnin var þó með mér að því leiti að enginn nágranna minna varð vitni af þessu glæpsamlega atviki og þeir hefðu sennilega ekki litið mig sömu augum ef þeir hefðu séð mig sveitta við að brjótast inn í póstkassann. 

No comments:

Post a Comment